Hálka á Holtavörðuheiði

Holtavörðuheiði
Holtavörðuheiði mbl.is/Gúna

Hálkublettir eru á Hellisheiði en hálka í Þrengslum. Eins er hálka á Mosfellsheiði og víða hálkublettir á Suðurlandi.

Hálka er á Holtavörðuheiði, Fróðárheiði og Vatnaleið en snjóþekja á Bröttubrekku.

Á Vestfjörðum eru hálkublettir á Gemlufallsheiði og í Súgandafirði. Hálka er á Hálfdáni.

Ekki eru komnar upplýsingar um Steingrímsfjarðarheiði, Kleifarheiði og Klettsháls.

Vegir eru að mestu auðir í Húnavatnssýslum og Skagafirði en á Öxnadalsheiði er snjóþekja. Snjóþekja er í Eyjafirði og þaðan austur á Mývatn, og víða krap eða snjóþekja. Þæfingsfærð er á Hálsum og Hófaskarði.

Ófært er um Vopnafjarðarheiði og um Mývatns- og Möðrudalsöræfi en mokstur hefst upp úr kl. 8.  þæfingsfærð og skafrenningur er á Fjarðarheiði en snjóþekja  á Fagradal og hálka og skafrenningur á Oddsskarði. Ófært er um Breiðdalsheiði og Öxi.

Hálkublettir eru milli Fáskrúðsfjarðar og Breiðdalsvíkur annars er greiðfært með suðausturströndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert