Köfunarkútur sem sprakk

Bíllinn brann til kaldra kola.
Bíllinn brann til kaldra kola. Ljósmynd/Hjörtur Steinason

Íbúar á Húsavík urðu margir hverjir varir við mikla sprengingu í morgun um klukkan 08:10 þegar fólksbifreið sprakk fyrir utan leikskólann við Iðavelli. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík er enn ekki ljóst hver eldsupptök eru en ljóst er að sprenging stafar frá því að eigandi bílsins er kafari og var með köfunarkút aftan í bílnum sem sprakk vegna eldsins.

Hjörtur Steinason, er staddur á Húsavík og vaknaði upp við hvellinn í morgun. Hann segir íbúa ýmist hafa talið að hvellurinn væri tengdur byggingu álvers á Bakka eða jafnvel að um skothvell væri að ræða. Hann segir að sprengingin hafi verið mikil með þeim afleiðingum af þak bifreiðarinnar skaust yfir í nærliggjandi garð en sem betur fer sakaði engan. „Rétt áður en sprengingin varð sá fólk bíl aka á ofsahraða frá Iðuvöllum en maður veit ekki hvort um íkveikju hafi verið að ræða eða ekki. Það hristist allt og skalf.“

Frétt mbl.is - Bíll brann til kaldra kola

Ljósmynd/Hjörtur Steinason
Ljósmynd/Hjörtur Steinason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert