Spá slyddu eða snjókomu

Það er ekki ólíklegt að það fari að snjóa.
Það er ekki ólíklegt að það fari að snjóa. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Búast má við talsverðri úrkomu og allhvössum vindi norðaustan til fram eftir morgni, slyddu eða snjókomu.

Í dag og næstu daga verður norðaustanáttin ríkjandi með éljagangi fyrir norðan og austan, en lengst af þurrt og bjart veður sunnan- og suðvestantil. Engu að síður kemur upp að suðurströndinni úrkomubakki sem nær ofurlítið inná sunnanvert landið síðdegis og í kvöld. Úr þessum mun koma rigning eða slydda og ekki þarf hitastigið að lækka mikið til að það snjói úr þessu, segir í færslu vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Veðurspáin fyrir næsta sólarhring:

Vestlæg átt, 8-15 og slydda eða snjókoma NA- og A-lands en mun hægari um landið SV-vert og bjart. Norðaustan 5-13 og él á Vestfjörðum. Vaxandi norðaustanátt með morgninum og él fyrir norðan, 10-18 m/s seinnipartinn, hvassast á Vestfjörðum en lengst af hægari NA-til. Rigning eða slydda S-lands síðdegis, en úrkomulítið V-ast. Hægari norðlæg átt á morgun, en bætir í vind og ofankomu nyrst seint annað kvöld. Hiti víða 0 til 5 stig.

Á laugardag:
Norðaustan 5-13 m/s, en norðvestlægari A-til. Bjart með köflum SV- og V-lands, annars él. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust syðst.

Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:
Norðaustlæg átt, allhvöss á köflum og él, en þurrt og bjart að mestu S- og V-lands. Kalt í veðri.

Á miðvikudag:
Ákveðin norðaustlæg átt. Snjókoma eða slydda A-lands, en annars víða él. Hiti víða um og undir frostmarki.

Á fimmtudag:
Útlit fyrir austanátt með úrkomulitlu veðri og hlýnar heldur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert