Georg Breiðfjörð Ólafsson er við góða heilsu: Elsti karlmaðurinn frá upphafi 107 ára í dag

Georg Breiðfjörð Ólafsson fagnar 107 ára afmæli sínu í dag. …
Georg Breiðfjörð Ólafsson fagnar 107 ára afmæli sínu í dag. Er hann elstur þeirra karlmanna sem fæðst hafa hér á landi.

Georg Breiðfjörð Ólafsson í Stykkishólmi, elsti núlifandi Íslendingurin og um leið elsti karlinn sem hefur fæðst á Íslandi, er 107 ára í dag.

Georg sló met Helga Símonarsonar á Þverá í Svarfaðardal í mars í fyrra en Helgi varð 105 ára og 345 daga.

Ágúst Ólafur Georgsson, einn þriggja sona Georgs, segir hann við góða heilsu. „Hann er mjög minnugur og ern andlega. Hann hefur að vísu séð illa í mörg ár en er ekki blindur,“ segir Ágúst. Að sögn hans verður haldin veisla fyrir nánustu fjölskyldumeðlimi í dag. „Hann er mjög vel viðræðuhæfur og hefur gaman af því að fá fólk í heimsókn til að spjalla við,“ segir Ágúst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert