Köld norðanátt en bjart

mbl.is/Styrmir Kári

Veðurstofan spáir norðanáttum með snjókomu eða éljum um páskana, en lengst af bjartviðri á Suður- og Vesturlandi. Hita yfirleitt 0 til 5 stig að deginum, en vægu frosti í innsveitum að næturlagi.

Spáin næsta sólarhring:

Norðaustan 8-13 m/s, en 13-18 við NV-ströndina. Éljagangur N-lands, en annars skýjað og stöku él syðst. Hægari og léttir til S-lands í dag, en hvessir heldur með ofankomu N-til í kvöld. Norðan og norðaustan 10-15 og él á morgun, en bjartviðri á S- og V-landi. Hiti víða 0 til 5 stig að deginum.

Á sunnudag:
Norðan og norðaustan 8-15 m/s og dálítil él, en bjart með köflum S- og V-lands. Hiti víða 0 til 5 stig að deginum, en vægt frost á N- og A-landi.

Á mánudag og þriðjudag:
Ákveðin norðaustanátt og sums staðar él, en yfirleitt léttskýjað á V-landi. Kólnandi veður.

Á miðvikudag:
Útlit fyrir hægan vind, víða bjartviðri, en talsvert frost um land allt.

Á fimmtudag:
Hægir vindar og skýjað með köflum, en vaxandi suðaustanátt með éljum SV-til um kvöldið. Áfram kalt í veðri.

Á föstudag:
Suðaustanátt og slydda eða rigning, en hægara og úrkomulítið NA-lands og hlýnar í veðri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert