Lóan komin til landsins

Heiðlóa við Garðskaga
Heiðlóa við Garðskaga Ljósmynd/Eyjólfur Vilbergsson

Fyrr í dag sást til heiðlóu í fjörunni við Garðskaga á Reykjanesi. Landsmenn þurfa því ekki að bíða lengur eftir vorboðanum þetta árið.

Eyjólfur Vilbergsson tók þessa mynd í morgun. Lóan dvelur við strendur fyrst um sinn áður en hún færir sig inn í land til hreiðurgerðar. Þegar vetrar flýgur hún suður og dvelur á Bretlandseyjum og þaðan suður eftir ströndum V-Evrópu allt til N-Afríku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert