Þrír Bretar fluttir á Landspítalann

Þyrla Landhelgisgæslunnar þegar hún lenti með ferðamennina við Landspítalann fyrir …
Þyrla Landhelgisgæslunnar þegar hún lenti með ferðamennina við Landspítalann fyrir skömmu. mbl.is/Jón Pétur

Þrír af vélsleðamönnunum fjórum sem slösuðust við Jarlhettur fyrr í dag voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Reykjavík.  

Sá fjórði var fluttur með sjúkrabíl til Selfoss.

Um er að ræða breska ferðamenn, tvær konur og tvo karla, og var önnur kvennanna flutt til Selfoss.

Að sögn lögreglunnar á Selfossi eru ferðamennirnir ekki taldir alvarlega slasaðir en þeir munu fara í nákvæmari læknisskoðun og myndatöku á sjúkrahúsunum.

Þeir óku fram af þriggja metra snjóhengju á sleðunum og að sögn lögreglunnar fór betur en á horfðist.  

Frétt mbl.is: Fjórir vélsleðamenn slösuðust

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert