Launalaus vinna skattskyld

Það er alveg sama hvort ekki eru þegin laun fyrir …
Það er alveg sama hvort ekki eru þegin laun fyrir vinnuna - fyrirtæki þurfa að telja vinnuframlagið fram, Mynd úr safni mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Ríkisskattstjóri segir að fyrirtæki sem þiggja vinnuframlag fólks án þess að greiða peninga fyrir þurfi að telja vinnuframlagið fram sem skattskylda gjöf og miða við eðlileg laun fyrir slíka vinnu. Það er vþí ljóst að launalaus vinna er skattskyldi.  Þetta kemur fram á vef ASÍ.

Afstaða ASÍ er einföld og skýr: Ólaunuð vinna við efnahagslega starfsemi, framleiðslu og sölu á vöru eða þjónustu á markaði (í hagnaðarskyni) oft í samkeppni við fyrirtæki í sömu atvinnustarfsemi, felur í sér óásættanleg undirboð á íslenskum vinnumarkaði og stenst hvorki kjarasamninga né lög.

Svar ríkisskattstjóra þar sem helstu niðurstöður eru eftirfarandi:

  • Einstaklingur sem innir af hendi vinnu í þágu fyrirtækis í efnahagslegri starfsemi gegn því að fá t.a.m. fæði og húsnæði, ber að telja slíkt fram til skatts sem tekjur. Fyrirtækinu er jafnframt skylt að gera grein fyrir þessum gjöldum og halda eftir og skila viðeigandi sköttum og gjöldum af peningaverðmati hlunnindanna líkt og gert er af hefðbundnum launum.
  • Fyrirtæki í efnahagslegri starfssemi sem þiggur vinnuframlag einstaklings án þess að greiða fyrir pening eða hlunnindi ber að telja slíkt fram sem skattskylda gjöf og miða skal við gangverð þeirrar vinnu sem um ræðir hverju sinni sem í öllu falli er ekki lægra en lágmarkskjör kjarasamninga.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert