Þæfingur á Siglufjarðarvegi

Frá Siglufirði
Frá Siglufirði mbl.is/Sigurður Ægisson

Vegir eru að heita má auðir um allt sunnanvert landið. Á Vesturlandi eru vegir greiðfærir á láglendi en hálkublettir á sumum fjallvegum. Það er hálka, hálkublettir eða snjóþekja víða á Vestfjörðum. Þungfært og skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði og ófært á Þröskuldum. Ófært er norður í Árneshrepp.

Á Norðurlandi vestra eru sums staðar hálkublettir en þó er þæfingsfærð á Þverárfjalli og  Siglufjarðarvegi. Það er snjóþekja á Öxnadalsheiði en við Eyjafjörð og þar fyrir austan er víða vetrarfærð, hálka eða snjóþekja og snjókoma. Ófært er yfir Hólasand og eins er ófært yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi en mokstur er hafinn.

Hálka eða snjóþekja er víða á Austurlandi og einhver éljagangur. Ófært er um Vatnsskarð eystra og Breiðdalsheiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert