Útskrifuð af gjörgæslu

Konan var flutt með þyrlu á gjörgæslu.
Konan var flutt með þyrlu á gjörgæslu.

Konan sem slasaðist al­var­lega eft­ir bíl­veltu á Skeiðavegi hefur verið útskrifuð af gjörgæsludeild, að sögn Guðnýjar Helgu Herbertsdóttur, upplýsingafulltrúa Landspítala. Þá hafi tveir aðrir farþegar bílsins, sem einnig voru fluttir á Landspítalann fengið að fara heim.

Veltan varð á Skeiðavegi, rétt sunn­an við Miðfell, um fimm leytið í nótt og slösuðust þeir fimm sem í bílnum voru misalvarlega.

Kon­an var flutt al­var­lega slösuð með þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar á Land­spít­al­ann eft­ir bíl­velt­una. Fjór­ir aðrir sem voru í bíln­um voru flutt­ir með sjúkra­bíl­um á sjúkra­hús. 

Að sögn varðstjóra í lög­regl­unni á Suður­landi voru tveir þeirra flutt­ir á sjúkra­húsið á Sel­fossi en tveir á bráðamót­töku Land­spít­al­ans. Áverk­ar þeirra voru minni en kon­unn­ar sem flutt­ var með þyrlunni, en hún er með höfuðáverka.

Ekki er vitað hvað olli slys­inu en ökumaður­inn er ekki grunaður um ölv­un við akst­ur. Fólkið í bíln­um eru ekki er­lend­ir ferðamenn.

Rann­sókn slys­ins á vettvangi er lokið.

Fimm slasaðir eftir bílveltu

Alvarlegt bílslys á Suðurlandi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert