Flughálka á Reynisfjalli

Hálkublettir eru í Þrengslum og mjög víða á Suðurlandi samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Flughálka er á Reynisfjalli við Vík.

Vestanlands er víðast greiðfært en hálkublettir eða hálka á örfáum köflum, einkum fjallvegum. Það eru hálkublettir nokkuð víða á Vestfjörðum en snjóþekja  á Steingrímsfjarðarheiði og á Þröskuldum. Þæfingsfærð er norður í Árneshrepp á Ströndum.

Á Norðurlandi vestra er nánast autt en þó er hálka á Þverárfjalli og á Siglufjarðarvegi. Hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum á Norðausturlandi og eitthvað um éljagang með ströndinni.

Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á Austurlandi. Greiðfært er með suðausturströndinni að Kirkjubæjarklaustri en þar fyrir sunnan eru hálkublettir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert