Funda um vantraust á morgun

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert

Formenn og þingflokksformann stjórnarandstöðunnar ætla að funda á morgun til þess að fara yfir stöðuna varðandi mögulega vantrauststillögu á Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Þetta upplýsir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, á Facebook.

Forystumenn stjórnarandsstöðuflokkanna hafa til skoðunar að leggja fram vantrauststillögu á Sigmund Davíð vegna félags sem eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, á og er skráð á Bresku jómfrúareyjum. Hefur hann verið sakaður um að leyna því að hún ætti félag í skattaskjóli. Forsætisráðherrahjónin hafa hins vegar sagt að félagið hafi í raun aldrei verið í skattaskjóli enda hafi alla tíð verið greiddir fullir skattar af því hér á landi.

Sigmundur hefur sagt að hann voni að stjórnarandstaðan guggni ekki á að leggja fram vantrautstillögu á Alþingi. Það eina sem hann hafi gert hafi verið að verja hagsmuni almennings á kostnað meðal annars eiginkonu sinnar sem hafi tapað á því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert