Tvö möstur reist til vindmælinga Landsvirkjunar

Vindmyllur við Búrfell.
Vindmyllur við Búrfell. mbl.is/Árni Sæberg

Húnavatnshreppur samþykkti á dögunum að veita Landsvirkjun heimild til að reisa tvö vindmælingamöstur.

Eru þau 50 og 60 metra há en mælingarnar eru liður í undirbúningi Landsvirkjunar fyrir mögulegan vindmyllugarð í svonefndum Blöndulundi, sem ætlað er að geta framleitt 100MW raforku.

Margrét Arnardóttir, verkefnisstjóri vindorku hjá Landsvirkjun, reiknar með að möstrin verði reist í lok sumars. Ekki verða fleiri slík reist í tengslum við rannsóknir fyrir Blöndulund. Möstrin fara upp í landi Steinár 2-3 og á Auðkúluheiði. Þau munu standa uppi í að minnsta kosti ár og mæla þarna vindhraða og aðra veðurfarsþætti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert