Útskrifaður af gjörgæslu eftir stunguárás

Árásin átti sér stað fyrir utan stúdentagarðana við Sæmundargötu.
Árásin átti sér stað fyrir utan stúdentagarðana við Sæmundargötu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Maður á þrítugsaldri sem hlaut stungusár fyrir utan stúdentagarðana við Sæmundargötu aðfaranótt 6. mars var útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans í síðustu viku.

Hlaut hann lífshættulega áverka í árásinni og var honum um tíma haldið sofandi. Játning liggur fyrir í málinu og er gerandanum haldið í gæsluvarðhaldi. Hann neitar að hafa ætlað að valda manninum fjörtjóni.

Maðurinn hlaut stungusár neðarlega á baki sem olli rispu á lunga og fór djúpt inn í lifr­ina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert