Landspítalinn fylltist eftir páskana

Margir leita lækninga.
Margir leita lækninga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Margar deildir Landspítalans eru nú yfirfullar eftir mikið álag sem var á spítalanum í gær þegar leggja þurfti fjölda sjúklinga inn.

„Það er okkar reynsla að eftir svona langar hátíðir er mjög mikil aðsókn til okkar og mikill innlagnaþungi,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum.

Mjög hátt nýtingarhlutfall hefur verið á legudeildum spítalans og í gærdag voru flestar legudeildir yfirfullar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert