Nýju strætómiðarnir í notkun

mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Nýju strætómiðar Strætó eru komnir í gagnið en eftir morgundaginn, 1. apríl, verður ekki lengur hægt að nota þá gömlu. Barna-, unglinga-, öryrkja og aldraða miðar breytast ekki og halda sínu verðgildi. 

Strætó varð fyrir töluverðu tjóni á hverju ári vegna gömlu miðanna en svindl með þá var algengt. Nýju miðarnir eiga að útrýma svindlmiðunum sem voru í notkun.

Miðarnir eru komnir með nýtt útlit þannig að álfólía er lögð í jaðra miðanna og einnig í merki Strætó. Þetta er gert til að auðkenna betur miða sem gilda í vagna Strætó. Hægt verður að nota gömlu miðana í dag og á morgun en hiann 1. apríl hættir Strætó að taka við þeim sem gjaldmiðli í vögnunum. Verður hægt að skipta gömlu miðunum til áramóta og þarf að gera það á stoppistöð Strætó í Mjódd.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert