Telur að stjórnin standist tillöguna

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við tökum á því máli, ef það kemur fram,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um áform stjórnarandstöðunnar að leggja fram tillögu um þingrof og kosningar eftir að Alþingi kemur saman eftir helgi að loknu páskaleyfi. Ekki er ljóst hvort tillaga um vantraust á ríkisstjórnina mun fylgja tillögunni um þingrof og kosningar eða ekki.

Bjarni segir ríkisstjórnin hafa verið að ná miklum árangri í störfum sínum að hans mati enda sé það meginhlutverk stjórnvalda að ná árangri fyrir fólkið í landinu. Það hafi gengið að mörgu leyti vonum framar og því engin ástæða til þingrofs. Annars sé rétt að sjá hvernig tillaga stjórnarandstöðunnar eigi eftir að líta út.

Spurður hvort hann telji að ríkisstjórnin eigi eftir að standast vantrauststillögu gerir Bjarni fastlega ráð fyrir því. Ekkert annað sé í spilunum. Ríkisstjórnin sé í miðri vinnu við að fylgja eftir áætlun um losun hafta sem sé stærsta efnahagsaðgerð ríkisstjórnarinnar. Töf á þeirri vinnu gæti valdið efnahagslegu tjóni fyrir Ísland.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert