Vilhjálmur svari sjálfur fyrir sitt aflandsfélag

Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar, segir segir, Vilhjálm Þorsteinsson gjaldkera …
Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar, segir segir, Vilhjálm Þorsteinsson gjaldkera flokksins verða að svara sjálfan fyrir eign sína á aflandsfélagi í Lúxemborg. Kristinn Ingvarsson

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar segir, Vilhjálm Þorsteinsson gjaldkera flokksins verða að svara sjálfan fyrir eign sína á aflandsfélagi í Lúxemborg.

„Hann hefur sagt að hann eigi félag sem er fullskattað í Lúxemborg. Það eru upplýsingar sem hann hefur sett fram. Ef félagið er full skattað og greiðir skatta í samræmi við lög, þá er það ekki atriði sem ég geri athugasemd við,“ segir Árni Páll. „Það sem er ámælisvert eru skattaeignir í skattaskjólum og við tökum afstöðu gegn skattaskjólum.“

Árni Páll hefur sagt að eignir í skattaskjólum samrýmist ekki trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna. „Hann hefur sagt að þetta sé ekki eign í skattaskjóli heldur fullsköttuð eign og hann verður að útskýra það eins og aðrir. Það er þeirra sem leita í skjólin að sanna að skattar og skyldur séu greidd.“

Árni Páll gerir ekki ráð fyrir að aflandsfélag Vilhjálms verði rætt frekar innan flokksins, nema nýjar upplýsingar komi fram. „Það hefur einhver orðrómur verið í gangi um einhvern frammámann í Samfylkingunni og þess vegna sagði ég með alveg skýrum hætti að eignir í skattaskjólum samrýmist ekki trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og það gildir um alla. Ef önnur nöfn koma fram þá gildir það um þá líka.“

Stjórnarandstaðan mun funda síðdegis í dag og stilla saman strengi sína.

Aflandsfélagið ekkert leyndarmál

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert