Langförul lundapysja fannst dauð

Það þarf góðan forða til að fljúga frá Eyjum til …
Það þarf góðan forða til að fljúga frá Eyjum til Nýfundnalands.

Lundapysja sem var merkt 26. september 2015 í Vestmannaeyjum fannst dauð í Harbour Breton, syðst á Nýfundnalandi, 11. febrúar 2016. Á milli þessara tveggja staða eru 2.795 kílómetrar.

Erpur S. Hansen, sviðsstjóri vistfræðirannsókna hjá Náttúrustofu Suðurlands, merkti pysjuna. Sem kunnugt er var pysjuflugið óvenjuseint á liðnu hausti. Um það leyti sem pysjan var merkt fjölgaði ört lundapysjum sem gómaðar voru í Vestmannaeyjabæ.

„Pysjurnar voru almennt frekar léttar í haust. Fáar voru mjög þungar eða yfir 350 grömm,“ segir Erpur í umfjöllun um pysjuflugið langa í Morgunblaðinu í dag. Um þriðjungur pysjanna var svo illa fram genginn að ekki var hægt að merkja þær. Merkin tolldu hreinlega ekki á litlum löppunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert