Bandaríkin senda F-15 þotur til Íslands

Frá fjölþjóðlegri æfingu á Keflavíkurflugvelli.
Frá fjölþjóðlegri æfingu á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/ÞÖK

Bandaríski flugherinn mun á mánudag senda til landsins fjórar F-15C orrustuþotur auk 150 liðsmanna hersins. Þá mun KC-135 eldsneytisbirgðaflugvél einnig verða með í för, að því er segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Verkefnið er hluti af loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland. Kemur flugsveitin frá Barnes flugherstöðinni í Westfield í Massachusetts-ríki. Alls munu um 150 liðsmenn taka þátt í verkefninu auk starfsmanna frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi. 

Gert er ráð fyrir að aðflugsæfingar verði á varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum á milli þriðjudags og fimmtudags. Að sögn Gæslunnar verður verkefnið framkvæmt með sama fyrirkomulagi og fyrri ár og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland. 

Fjallað er um málið á fréttavef CNN.

Þar segir að þó Ísland haldi úti litlum landhelgisgæsluflota sé það eina ríkið innan NATO sem ekki hafi her. Og þó NATO hafi séð um loftrýmisgæslu yfir landinu síðan árið 2008 hafi þær varnir ekki reynst nægar til að stöðva ítrekuð flug Rússa inn fyrir lofthelgina. Þá sé ráðgert að þoturnar verði í Evrópu fram til loka septembermánaðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert