Fær 1,5 milljónir fyrir þáttinn

Jóhannes Kr. Kristjánsson.
Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Jóhannes Kr. Kristjánsson og fyrirtæki hans Reykjavík Media fá greiddar 1,5 milljónir króna fyrir sérstakan þátt af Kastljósi um aflandsfélög sem sýndur verður í kvöld.

Frá þessu greinir Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri RÚV, í samtali við eigin miðil en segir hún greiðsluna samsvara tveggja til þriggja mánaða launum og vera sambærileg greiðslu á sýningarrétti heimildarmynda. 

Þátturinn er samstarfsverkefni Kastljóss og Reykjavík Media en sambærilegir þættir verða sýndir á sama tíma í mörg­um er­lend­um miðlum í kvöld klukk­an sex að ís­lensk­um tíma. Reykjavík Media er aðili að ICIJ, alþjóðsamtökum rannsóknarblaðamanna, sem leiðir vinnuna en gagnalekinn nær til 11 milljóna skjala og sam­tals hafa 376 blaðamenn víða um heim unnið að því að vinna úr gögn­un­um.

Í frétt RÚV segir Rakel að fréttastofa RÚV hafi umrædd gögn ekki undir höndum. Aðeins Reykjavík Media og þeir starfsmenn Kastljóss sem unnu þáttinn hafi haft aðgang að þeim.

 „Það er því misskilningur að fréttamenn, fréttavaktstjórar eða fréttastjórar hafi haft aðgang að gögnunum.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert