Forsetinn flýtir heimför

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum eftir …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum eftir þingkosningarnar árið 2013. mbl.is/Eggert

Ólafur Ragnar Grímsson forseti er staddur erlendis í einkaerindum en hefur flýtt heimferð sinni og verður kominn til landsins í fyrramálið, að sögn Örnólfs Thorssonar forsetaritara. Hann vill ekki tjá sig um ástæðu þess að forsetinn ákvað að flýta ferð sinni heim.

Uppljóstranir síðustu daga um aflandsfélag í eigu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og eiginkonu hans hafa valdið mikilli ólgu í íslenskum stjórnmálum. Stjórnarandstaðan hefur boðað þingsályktunartillögu um að þing verði rofið og boðað verði til nýrra kosninga auk vantrauststillögu á hendur forsætisráðherra.

Skrifstofustjóri Alþingis sagði við mbl.is í síðustu viku að þingsályktunartillaga um þingrof hefði engin bein réttaráhrif. Það væri forsætisráðherra sem hefði vald til að rjúfa þing og boða til kosninga.

Í samtali við mbl.is vildi forsetaritari ekki svara því hvort forsetinn ætlaði að beita sér í málinu eða kalla forsætisráðherra á sinn fund.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert