Telur framleiðslustýringu nauðsynlega

Meðalkúabú á Íslandi telur ekki nema um 40 kýr.
Meðalkúabú á Íslandi telur ekki nema um 40 kýr. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Búgreinin stendur á tímamótum með nýjum búvörusamningi og breyttum neysluvenjum. Það eru bæði ógnanir og mikil tækifæri í íslenskri mjólkurframleiðslu. Ég er búinn að vera bóndi í fimmtán ár og langaði að bjóða starfskrafta mína fram á þessum vettvangi.“

Þetta segir Arnar Árnason, bóndi á Hranastöðum í Eyjafirði, nýkjörinn formaður Landssambands kúabænda. Hann segist vilja hafa áhrif á hvernig uppbyggingunni verði hagað til framtíðar, jafnt gagnvart bændunum sjálfum, neytendum, landinu og ímynd greinarinnar.

Arnar var í hópi bænda sem gagnrýndu þau áform forystumanna bænda og ríkisins að leggja af framleiðslustýringu í mjólkurframleiðslu við gerð búvörusamninga. Þau sjónarmið áttu hljómgrunn meðal bænda og forystan ákvað að breyta um stefnu. Í samtali í Morgunblaðinu í dag telur Arnar telur að framleiðslustýring sé nauðsynleg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert