Sigmundur mætir á þingfundinn

Sigmundur Davíð, forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð, forsætisráðherra. mbl.is/Styrmir Kári

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vildi ekki ræða við blaðamann mbl.is í húsakynnum Alþingis eftir óformlega þingflokksfundinn sem lauk skömmu fyrir hádegi.

Er hann ekki væntanlegur aftur fyrr en þingfundur hefst kl. 15. Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, staðfesti í samtali við mbl.is að forsætisráðherra mæti á þingfundinn. Þá veitti hann fréttastofu RÚV heldur ekki viðtal eftir þingflokksfundinn í morgun. 

Ekki tókst að ljúka fundi Framsóknar í morgun og verður honum haldið áfram kl. 13. 

Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttakona hjá 365, greinir frá því á Twitter að Sigmundur Davíð verði í beinni útsendingu í aukafréttatíma fjölmiðilsins kl. 12. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert