Sigmundur mættur á þingflokksfund

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á leið til fundarins í morgun.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á leið til fundarins í morgun. mbl.is/Eggert

Óformlegur þingflokksfundur Framsóknarflokksins er hafinn í húsakynnum Alþingis.

Fjölmiðlum var ekki heimilt að mynda fundarmenn við komuna á fundinn eða áður en fundurinn hófst.

Samkvæmt heimildum mbl.is er ástæðan sú að boðað var til fundarins með skömmum fyrirvara og eru sumir fundargestir í óformlegum klæðnaði. Ljósmyndari mbl.is hafði fengið leyfi til að mynda fundinn en var það afturkallað á síðustu stundu. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mætti til fundarins. Hann veitti fjölmiðlum ekki viðtal fyrir fundinn en sagðist ætla að ræða við þá „á eftir.“

Formlegur þingflokksfundur Framsóknarflokksins verður haldinn kl. 13 í dag.

Þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, Ásmundur Einar Daðason, tel­ur að Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra muni stíga fram í dag og fara bet­ur yfir þau mál sem snúa að hon­um vegna um­fjöll­un­ar um það efni sem er að finna í Panama-skjöl­un­um. Þetta sagði hann í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert