Upphaf að dauðastríði ríkisstjórnarinnar

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, í Alþingishúsinu í dag.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, í Alþingishúsinu í dag. mbl.is/Styrmir Kári

Þetta er svo sem fyrirsjáanlegur leikur flokka sem hugsa um að halda völdum en hafa ekkert nýtt að segja þjóðinni. Það er hins vegar ekki þannig að einhver framsóknarmaður hafi umboð til að veita ríkisstjórn forystu þegar flokkurinn er með jafn lítið fylgi og raun ber vitni,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar í samtali við mbl.is, aðspurður um viðbrögð við ákvörðun Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, að hann muni ræða nýja stjórnarmyndun við Sigurð Inga Jóhannsson, varaformann Framsóknarflokksins. 

Það er afskaplega athyglisvert að sjá að Sjálfstæðisflokkurinn er í svo veikri stöðu og formaður hans svo rúinn trausti að hvorki flokkurinn nér formaðurinn treysti sér til að gera kröfu um stjórnarforystu þó svo að Sjálfstæðisflokkurinn sé tvöfalt stærri en Framsóknarflokkurinn í könnunum þessa dagana. Ekkert sýnir betur að þetta er upphafið að dauðastríði en ekki að nýrri og farsælli ríkisstjórn.

Aðspurður um hvaða þýðingu það hefur að ekki sé boðað til kosninga segir Árni Páll að um örvætingarfulla leið til að forðast að hitta kjósendur.

Þeir eru að reyna að breyta aðstæðum með einhverjum hætti. Ég held að það væri eðlilegra að mæta kjósendum fyrr, það er skýr krafa um kosningar strax. Með allri þessari atburðarrás hefur ríkisstjórnin gefið þá ásýnd af sjálfri sér að það eina sem skiptir máli eru stólar, aðstaða og völd en ekki hagsmunir þjóðarinnar.

Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar sitja nú á fundi með forseta Alþingis, Einari K. Guðfinnssyni, sem á síðar fund með Ólafi Ragnari Grímssyni á Bessastöðum.

Við vildum einfaldlega að forseti þingsins færi ekki ónestaður til Bessastaða. Hann er auðvitað úr stjórnarmeirihlutanum og því er mikilvægt að hann fái að heyra hvað við erum að hugsa áður en hann fer að tala við forsetann,“ segir Árni Páll. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert