„Ætlum ekki að taka langan tíma í þetta“

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert

„Við höfum átt samskipti í dag en dagurinn mun fara í fundahöld fram og til baka,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins í samtali við mbl.is spurður um viðræður þeirra Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformanns Framsóknarflokksins, um áframhaldandi samstarf flokkanna í ríkisstjórn.

Þingflokkur framsóknarmanna samþykkti í gær tillögu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins og fráfarandi forsætisráðherra, um að Sigurður Ingi tæki við sem forsætisráðherra. Sjálfstæðismenn hafa ekki enn svo vitað sé til fallist á það. Spurður um framhald viðræðnanna segir Bjarni: 

„Við ætlum ekki að taka langan tíma í þetta. Þetta eru starfandi stjórnarflokkar og það er engin ástæða til þess að taka langan tíma í það sem er tiltölulega einfalt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert