Bjarni um Sigmund: „Ekkert óeðlilegt“

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir ekkert óeðlilegt við að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fráfarandi forsætisráðherra, verði áfram þingmaður. 

„Það er ekkert óeðlilegt. Það er hans val. Það leiðir af sjálfu sér að þegar hann hættir sem forsætisráðherra þá verður hann þingmaður," segir Bjarni.

„Það er þannig á Íslandi að við kjósum á fjögurra ára fresti og það er þangað, í kosningarnar, sem stjórnmálamenn sækja umboð sitt. Það hefur ekkert breyst varðandi umboð Sigmundar Davíðs."

Atburðarrás undanfarinna daga hefur verið viðburðarrík eftir lekann á Panama-skjölunum. „Það var engin leið að sjá neitt fyrir varðandi þessa atburðarás. Það kemur mér ekki á óvart að viðbrögðin hafa verið mjög sterk og viðbrögð ríkisstjórnarinnar hafa verið mjög sterk," bætir Bjarni við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert