Gæsluvarðhald framlengt um mánuð

Maðurinn var stunginn við Sæmundargötu
Maðurinn var stunginn við Sæmundargötu mbl.is/Ómar Óskarsson

Gæsluvarðhald yfir manni á þrítugsaldri, sem hefur játað að hafa stungið annan mann við stúdentagarðana á Sæmundargötu í síðasta mánuði, var í dag framlengt um mánuð. Að sögn Runólfs Þórhallssonar sem stjórnar rannsókn lögreglu á málinu var gæsluvarðhaldið framlengt á grundvelli almannahagsmuna.

Að sögn Runólfs er rannsókn málsins langt komin og gengur vel.

Árásaþolinn hlaut lífshættulega áverka í árásinni og var um tíma haldið sofandi á gjörgæsludeild. Hann var útskrifaður þaðan skömmu fyrir páska.

Maður­inn hlaut stungusár neðarlega á baki sem olli rispu á lunga og fór djúpt inn í lifr­ina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert