Gengið til kosninga 8. október?

Bjarni Benediktsson mætir á þingflokksfund.
Bjarni Benediktsson mætir á þingflokksfund. mbl.is/Golli

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins stendur til að boða til kosninga í haust. Ræddu stjórnarflokkarnir laugardaginn 8. október í þessu sambandi.

Samkvæmt heimildum mbl.is áttu þingflokksfundir bæði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að hefjast kl. 18.45.

Frétt mbl.is: Sjálfstæðismenn funda klukkan 18.45

Sigurður Ingi Jóhannsson hefur yfirgefið Stjórnarráðið þar sem hann fundaði með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigmundur er enn í Stjórnarráðinu.

Uppfært kl. 20.41:

„Við viljum kjósa strax, þar sem þjóðin vill geta gert upp reikningana. Við hjá VG erum prýðilega undirbúin undir kosningar. Fylgið er á uppleið, við erum í góðum málum. Við erum með góðan og traustan formann, sem nýtur mikils trausts hjá þjóðinni, og stendur upp úr eins og fjall í landslagi íslenskra stjórnmála. Það er langbest fyrir þjóðina að geta kosið strax.“

Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Hann sagðist ekki biðja um þá leið að kjósa í haust.

Uppfært kl. 20.34:

„Þessi Tortóla-ásynd lagast ekki þótt einn fari úr ríkisstjórninni. Það skortir traust. Það er aðeins hægt að lappa upp á það með kosningum og nýrri ríkisstjórn,“ sagði Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í þinghúsinu.

Hún sagði að það væri hennar mat að það væri ekki stuðningur við þá leið innan þingflokks Samfylkingarinnar að bíða fram á haust með kosningar. Krafan væri að kosið yrði sem fyrst.

Uppfært kl. 20.01:

Þetta gengur ágætlega, þetta er allt að koma,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, rétt í þessu.

Uppfært kl. 19.20:

Rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir hafa boðið full­trú­um stjórn­ar­and­stöðuflokk­anna á fund í þing­hús­inu núna klukk­an hálf átta. Þetta staðfesta Árni Páll Árna­son formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Katrín Jak­obs­dótt­ir formaður Vinstri grænna í sjón­varps­frétt­um RÚV.

Uppfært kl. 19.04:

Samkvæmt Rúv kemur Ásmundur Einar Daðason í stað Sigurðar Inga í ríkisstjórn.

Uppfært kl. 18.49:

Samkvæmt Kjarnanum verður Sigurður Ingi, varaformaður Framsóknarflokksins og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, næsti forsætisráðherra Íslands. Þá verður ný ríkisstjórn kynnt í kvöld.

Gengið til fundar.
Gengið til fundar. mbl.is/Golli
Sigmundur Davíð, fráfarandi forsætisráðherra, yfirgefur Stjórnarráðið um kl. 18.45.
Sigmundur Davíð, fráfarandi forsætisráðherra, yfirgefur Stjórnarráðið um kl. 18.45. mbl.is/Eggert
Sigurður Ingi heldur á þingflokksfund.
Sigurður Ingi heldur á þingflokksfund. mbl.is/Eggert
Fjölmiðlar bíða fregna.
Fjölmiðlar bíða fregna. mbl.is/Golli



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert