„Dómgreind okkar var rétt“

Sven Bergman í þættinum Uppdrag granskning.
Sven Bergman í þættinum Uppdrag granskning. Mynd/Skjáskot

Sænski rannsóknarblaðamaðurinn Sven Bergman sem starfar við þáttinn Uppdrag granskning í sænska ríkissjónvarpinu segist sjaldan nota þá aðferð sem beitt var til að ná viðtalinu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sem var birt í Kastljósi.

Sigmundur taldi að ræða ætti við sig um efnahagsmál en annað kom á daginn. Bergman spurði hann óvænt út í tengsl hans við aflandsfélag á Tortóla og skömmu síðar tók samstarfsmaður Bergman, Jóhannes Kr. Kristjánsson, við af honum sem spyrill.

„Við teljum að þetta hafi verið rétt ákvörðun, annars hefðum við ekki gert þetta. En þetta er umdeild aðferð og við notum hana mjög sjaldan. Sem blaðamaður verður maður að vera auðmjúkur og mér finnst að það eigi að fara fram siðfræðilegar umræður um svona aðferðir,“ segir Bergman í samtali við mbl.is, en þáttur Uppdrag granskning um aðdragandann að uppljóstrunum úr Panamaskjölunum var sýndur í sænska ríkissjónvarpinu í gær.

Hér er hægt að sjá þáttinn í heild sinni. Hann verður sýndur á Rúv í kvöld.

Frétt mbl.is: Eina leiðin

Hart var sótt að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í þættinum.
Hart var sótt að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í þættinum. Mynd/Skjáskot

Mátti ekki hafa áhrif á sönnunargögnin

„Ég og Jóhannes ræddum hvernig við ættum að fá forsætisráðherrann til að tala um þessi mál fyrir framan myndavél. Við ræddum við sænska sjónvarpið og ICIJ (International Consortium of Investigative Journalists). Niðurstaðan var að við töldum litla möguleika á að herra Gunnlaugsson myndi vilja koma í slíkt viðtal ef hann vissi að við myndum spyrja út í áður ókunn tengsl hans við félag á aflandseyju,“ segir Bergman.

„Þetta var mjög viðkvæmt mál og við skildum að afleiðingarnar bæði fyrir hann og ríkisstjórnina yrðu frekar alvarlegar,“ bætir hann við. „En við vildum ekki útiloka hættuna á því að hann eða einhver í kringum hann myndu reyna að hafa áhrif á sönnunargögnin í málinu. Við ræddum þetta líka áður en þessi ákvörðun var tekin, þannig að þetta voru tvær helstu ástæðurnar.“

Hann heldur áfram: „Við veittum forsætisráðherranum gott tækifæri til að svara spurningunum. Þær voru mjög blátt áfram og það hefði átt að vera einfalt fyrir hann að svara þeim."

Mynd/Skjáskot

Allir sammála um aðferðafræðina

Bergman vill ítreka að ákvörðunin um framkvæmd viðtalsins hafi ekki verið tekin á tíu mínútum eða einum degi. Langar viðræður hafi farið fram á milli hans og Jóhannesar, auk þess sem fundað hafi verið með ritstjóra hans hjá sænska ríkisútvarpinu. Einnig var langur fundur haldinn með stjórn ICIJ en innan samtakanna starfa um 190 blaðamenn í yfir 65 löndum.  

„Þeir hjá ICIJ eru mjög passasamir þegar kemur að svona aðferðum og þeir gera þetta mjög sjaldan. Við gerum þetta líka sjaldan en þeir töldu þetta líka vera rétta ákvörðun,“ greinir Bergman frá. „Ég held að það sem gerðist í framhaldinu sannaði að dómgreind okkar var rétt. Núna sjáum við hversu viðkvæmar staðreyndir þetta voru. Þá er ég ekki að tala um eignir eða skattamál herra Gunnlaugssonar heldur er spurningin miklu stærri en það, því hún snýst um traust og hans feril í stjórnmálum.“

Jóhannes Kr. Kristjánsson í þættinum.
Jóhannes Kr. Kristjánsson í þættinum. Mynd/Skjáskot

Jóhannes frábær blaðamaður

Spurður hvernig það sé að starfa með Jóhannesi  Kr. Kristjánssyni segist Bergman dást að honum. „Mér finnst hann vera frábær blaðamaður, ekki af því að hann er vinur minn, heldur gerir hann engar málamiðlanir hvað fréttirnar varðar. Hann framkvæmir hlutina, jafnvel þótt þeir séu áhættusamir eða slæmir fyrir hann.“

Lengri útgáfa af viðtalinu við Sven Bergman verður birt á mbl.is á morgun. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Forkastanleg vinnubrögð“

10:20 Teitur Björn Einarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, segir að formaður nefndarinnar hafi ekki haft samband við sig frekar en aðra nefndarmenn um að slíta ætti störfum nefndarinnar. Þá hafi ekkert komið fram á síðasta fundi nefndarinnar um að störfum hennar væri lokið. Meira »

„Svosem ekki mjög upplífgandi tölur“

09:39 „Þetta eru svosem ekki mjög upplífgandi tölur og ekki heldur í takt við það sem við höfum verið að upplifa. Við finnum frekar fyrir auknum áhuga,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. En þessar tölur kalla á að við þurfum að gera betur. Meira »

Áframhaldandi titringur á Suðurlandi

09:28 Jörð skelfur enn á Suðurlandi, en rétt fyrir klukkan hálfníu í morgun varð jarðskjálfti sem mældist 2,9 að stærð. Skjálftahrina hefur verið í Suðurlandsbrotabeltinu frá því um kl. 16:00 í gær. Meira »

Fór úr peysunni og keyrði út af

09:12 Það óhapp varð í vikunni að bifreið var ekið út af Reykjanesbraut og var ökumaður hennar fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja vegna bakverkja. Tildrög þessa voru þau að ökumanninum var orðið heitt meðan á akstri stóð og ákvað hann því að losa öryggisbeltið og fara úr peysunni. Meira »

Miklum verðmætum stolið úr ferðatösku

09:06 Lögreglunni á Suðurnesjum barst í vikunni tilkynning um stórþjófnað úr ferðatösku ferðalangs. Þjófnaðurinn sér stað þegar viðkomandi var á leið til Bandaríkjanna, en verðmæti þess sem stolið var nam hátt á þriðja hundrað þúsund krónum. Meira »

Fundu umtalsvert magn fíkniefna og sveðju

09:03 Þrír voru handteknir á Suðurnesjum í vikunni í kjölfar húsleitar sem Lögreglan á Suðurnesjum fór í, með aðstoð sérsveitar Ríkislögreglustjóra. Sterkur grunur leikur á því að sá sem í húsinu dvaldi hafi stundað fíkniefnasölu, en umtalsvert magn fíkniefna fannst við húsleitina. Meira »

Hugmynd um gosbrunn á Lækjartorg

07:57 Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar berast reglulega áhugaverðar tillögur og barst ráðinu nýlega ein slík.  Meira »

Ný tækni opnar fötluðum tækifæri

08:18 Frumbjörg – Frumkvöðlamiðstöð Sjálfsbjargar fékk verðlaun sem besta framtakið á sviði vistkerfis nýsköpunar (Best Startup Ecosystem Initiative) á Norðurlöndunum 2017. Verðlaunin voru veitt á hátíð norrænna nýsköpunarverðlauna, Nordic Startup Awards, síðastliðið miðvikudagskvöld í Stokkhólmi. Meira »

Handtekinn grunaður um líkamsárás

07:46 Rétt fyrir klukkan eitt í nótt var karlmaður handtekin í Spönginni í Grafarvogi grunaður um líkamsárás. Maðurinn hótaði einnig lögreglumönnum og er nú vistaður í fangaklefa. Á sama stað var annar maður handtekinn fyrir að tálma störf lögreglu og er hann einnig vistaður í fangaklefa. Meira »

Mat lækkað fimm ár aftur í tímann

07:37 Yfirfasteignamatsnefnd hefur lagt fyrir Þjóðskrá Íslands að taka fasteignamat íbúðarhúss í Grafarvogi til endurákvörðunar fimm ár aftur í tímann. Meira »

Kona handtekin vegna heimilisofbeldis

07:36 Kona var handtekin á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöld vegna gruns um heimilisofbeldi. Hún var vistuð í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Þá var karlmaður handtekinn í kjallara fjölbýlishúss í borginni rétt eftir miðnætti í gærkvöldi. Meira »

Vinstri grænir lækka flugið

07:17 Framsóknarflokkurinn, Miðflokkurinn, Viðreisn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa bætt stöðu sína frá síðustu viku samkvæmt nýrri könnun á fylgi framboða sem Félagsvísindastofnun Háskólans gerði fyrir Morgunblaðið dagana 16. til 19. október. Meira »

Hafarnarstofninn stækkar stöðugt

05:30 Hafarnarstofninn hefur ekki verið jafn sterkur og nú síðan í lok 19. aldar. Hafarnarpörin voru 76 á liðnu sumri og fjölgaði um tvö frá því í fyrra. Þá komust upp 36 ungar úr 28 hreiðrum, en 51 par reyndi varp í sumar. Meira »

Afgreiddu 17 tilvik um báta sem voru dregnir til hafnar

05:30 Af 39 málum á síðasta fundi sjóslysasviðs Rannsóknarnefndar samgönguslysa var 17 lokið með færslunni „vélarvana og dreginn til hafnar“. Meira »

Þarf að kaupa losunarheimildir

05:30 Losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi mun fara fram úr heimildum samkvæmt Kýótó-bókuninni fyrir árin 2013-2020, samkvæmt greiningu Umhverfisstofnunar. Meira »

Vilja sameinast Fjarðabyggð

05:30 Sveitarstjórn Breiðdalshrepps hefur samþykkt samhljóða að óska eftir því við bæjarstjórn Fjarðabyggðar að kannaðir verði möguleikar á sameiningu sveitarfélaganna. Meira »

Mótmæla uppbyggingu á Allianz-reit

05:30 Fjölmargar athugasemdir bárust vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á svokölluðum Allianz-reit við Grandagarð í Reykjavík. Meirihlutinn í borgarráði, Samfylking, Björt framtíð og Vinstri græn, styðja uppbygginguna en sjálfstæðismenn í minnihlutanum eru henni andvígir. Meira »

Kjörseðlarnir rjúka út á Spáni

05:30 Íslendingar búsettir á Torrevieja, Alicante og Benidorm á Spáni hafa verið mjög duglegir að kjósa utan kjörfundar vegna komandi þingkosninga. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, smíðaðar eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215 www.byg...
Dekkjavélar
Nýjar og notaðar dekkjavélar til sölu M & B dekkjavélar Ítalskar topp gæða dekkj...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...