„Dómgreind okkar var rétt“

Sven Bergman í þættinum Uppdrag granskning.
Sven Bergman í þættinum Uppdrag granskning. Mynd/Skjáskot

Sænski rannsóknarblaðamaðurinn Sven Bergman sem starfar við þáttinn Uppdrag granskning í sænska ríkissjónvarpinu segist sjaldan nota þá aðferð sem beitt var til að ná viðtalinu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sem var birt í Kastljósi.

Sigmundur taldi að ræða ætti við sig um efnahagsmál en annað kom á daginn. Bergman spurði hann óvænt út í tengsl hans við aflandsfélag á Tortóla og skömmu síðar tók samstarfsmaður Bergman, Jóhannes Kr. Kristjánsson, við af honum sem spyrill.

„Við teljum að þetta hafi verið rétt ákvörðun, annars hefðum við ekki gert þetta. En þetta er umdeild aðferð og við notum hana mjög sjaldan. Sem blaðamaður verður maður að vera auðmjúkur og mér finnst að það eigi að fara fram siðfræðilegar umræður um svona aðferðir,“ segir Bergman í samtali við mbl.is, en þáttur Uppdrag granskning um aðdragandann að uppljóstrunum úr Panamaskjölunum var sýndur í sænska ríkissjónvarpinu í gær.

Hér er hægt að sjá þáttinn í heild sinni. Hann verður sýndur á Rúv í kvöld.

Frétt mbl.is: Eina leiðin

Hart var sótt að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í þættinum.
Hart var sótt að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í þættinum. Mynd/Skjáskot

Mátti ekki hafa áhrif á sönnunargögnin

„Ég og Jóhannes ræddum hvernig við ættum að fá forsætisráðherrann til að tala um þessi mál fyrir framan myndavél. Við ræddum við sænska sjónvarpið og ICIJ (International Consortium of Investigative Journalists). Niðurstaðan var að við töldum litla möguleika á að herra Gunnlaugsson myndi vilja koma í slíkt viðtal ef hann vissi að við myndum spyrja út í áður ókunn tengsl hans við félag á aflandseyju,“ segir Bergman.

„Þetta var mjög viðkvæmt mál og við skildum að afleiðingarnar bæði fyrir hann og ríkisstjórnina yrðu frekar alvarlegar,“ bætir hann við. „En við vildum ekki útiloka hættuna á því að hann eða einhver í kringum hann myndu reyna að hafa áhrif á sönnunargögnin í málinu. Við ræddum þetta líka áður en þessi ákvörðun var tekin, þannig að þetta voru tvær helstu ástæðurnar.“

Hann heldur áfram: „Við veittum forsætisráðherranum gott tækifæri til að svara spurningunum. Þær voru mjög blátt áfram og það hefði átt að vera einfalt fyrir hann að svara þeim."

Mynd/Skjáskot

Allir sammála um aðferðafræðina

Bergman vill ítreka að ákvörðunin um framkvæmd viðtalsins hafi ekki verið tekin á tíu mínútum eða einum degi. Langar viðræður hafi farið fram á milli hans og Jóhannesar, auk þess sem fundað hafi verið með ritstjóra hans hjá sænska ríkisútvarpinu. Einnig var langur fundur haldinn með stjórn ICIJ en innan samtakanna starfa um 190 blaðamenn í yfir 65 löndum.  

„Þeir hjá ICIJ eru mjög passasamir þegar kemur að svona aðferðum og þeir gera þetta mjög sjaldan. Við gerum þetta líka sjaldan en þeir töldu þetta líka vera rétta ákvörðun,“ greinir Bergman frá. „Ég held að það sem gerðist í framhaldinu sannaði að dómgreind okkar var rétt. Núna sjáum við hversu viðkvæmar staðreyndir þetta voru. Þá er ég ekki að tala um eignir eða skattamál herra Gunnlaugssonar heldur er spurningin miklu stærri en það, því hún snýst um traust og hans feril í stjórnmálum.“

Jóhannes Kr. Kristjánsson í þættinum.
Jóhannes Kr. Kristjánsson í þættinum. Mynd/Skjáskot

Jóhannes frábær blaðamaður

Spurður hvernig það sé að starfa með Jóhannesi  Kr. Kristjánssyni segist Bergman dást að honum. „Mér finnst hann vera frábær blaðamaður, ekki af því að hann er vinur minn, heldur gerir hann engar málamiðlanir hvað fréttirnar varðar. Hann framkvæmir hlutina, jafnvel þótt þeir séu áhættusamir eða slæmir fyrir hann.“

Lengri útgáfa af viðtalinu við Sven Bergman verður birt á mbl.is á morgun. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Beindi byssu að fólki í bifreið

Í gær, 22:10 Fjórir karlmenn voru handteknir síðastliðna nótt og í dag vegna atviks sem átti sér stað í gærkvöldi fyrir utan veitingastað í Hafnarfirði. Þar steig einn mannanna út úr bifreið og ógnaði að sögn vitna fólki í annarri bifreið með skotvopni. Meira »

Staðið verður við búvörusamninginn

Í gær, 21:06 Stjórnvöld hafa ekki annað í hyggju en að standa við búvörusamninginn sem samþykktur var á Alþingi síðasta haust. Þetta hefur Ríkisútvarpið eftir Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. Mikilvægt sé hins vegar að finna lausn til framtíðar á vanda sauðfjárbænda. Meira »

Tvær deildir á tveimur árum

Í gær, 20:10 „Við spilum með hjartanu og hver fyrir annan,“ segir Jóhannes Helgason, einn liðsmanna meistaraflokks Gnúpverja í körfuknattleik, um ótrúlegan uppgang liðsins undanfarin tvö ár. Meira »

Fjórir fá 20 milljónir hver

Í gær, 19:47 Fyrsti vinningur lottósins gekk út í kvöld en hann var samtals rúmar 80 milljónir króna. Fjórir skipta honum með sér og fær því hver um sig rúmar 20 milljónir í sinn hlut. Meira »

Stemning í miðbænum - myndir

Í gær, 19:12 Mikil stemning hefur ríkt í miðbæ Reykjavíkur í dag, þar sem Menningarnótt fer fram í blíðskaparveðri. Hátíðin er allsherjar tónlistar- og menningarveisla, og fjölmargir viðburðir fara fram í allan dag. Meira »

Kerfisbreytingar lagðar til hliðar

Í gær, 18:52 „Manni virðist þessi ríkisstjórn í raun og veru snúast fyrst og fremst um að viðhalda ákveðinni hægrisinnaðri efnahagsstjórn, sveltistefnu í garð almannaþjónustu og skattabreytingum sem eru ekki til þess að auka jöfnuð heldur þvert á móti,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Lítið bóli á þeim kerfisbreytingum sem Viðreisn og Björt framtíð hafi boðað. Meira »

Mála stíginn rauðan

Í gær, 18:15 Í Sjálandshverfi í Garðabæ hafa nokkrir kaflar á göngu- og hjólastíg hverfisins verið málaðir rauðir. Svokölluðum hvinröndum verður komið fyrir á rauðu köflunum á næstunni en það eru litlar rákir í gangstéttinni Meira »

Vel heppnuðu Reykjavíkurmaraþoni lokið

Í gær, 18:38 Vel heppnuðu Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem haldið var í 34. sinn í dag, er nú lokið. Rúmlega fjórtán þúsund manns tóku þátt í fimm vegalengdum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Meira »

Herramenn flytja úr sögulegu húsnæði

Í gær, 17:40 Þau sögulegu tíðinda verða í vetur að rakarastofan Herramenn í Kópavoginum flyst úr húsnæðinu sem hefur hýst stofuna frá fyrsta degi, en í húsinu hafa Kópavogsbúar, og aðrir, látið klippa sig í yfir hálfa öld en stofan er gegnt bæjarstjórnarskrifstofum Kópavogsbæjar að Neðstutröð 8 við Fannborg. Meira »

Hugmyndir um nýtt nafn ekki nýjar

Í gær, 17:13 Hugmyndir um að Samfylkingin skipti um nafn eru ekki nýjar af nálinni enda hafa slíkar vangaveltur reglulega komið fram frá því að flokkurinn var stofnaður í kringum síðustu aldamót. Hins vegar hafa þær færst talsvert í aukana hin síðari ár. Meira »

Margir heimsóttu forsetahjónin í dag myndasyrpa

Í gær, 17:05 Opið hús var á Bessastöðum í dag milli 12 og 16 og gátu gestir skoðað Bessastaðastofu, elsta húsið, móttökusal, fornleifakjallara og hitt sjálf forsetahjónin. Meira »

Dansmaraþon á Klapparstíg

Í gær, 15:50 Klukkan 17:00 í dag hefst bein útsending á mbl.is frá karnivali á Klapparstíg. Munu margir listamenn stíga á stokk og dansmaraþon eiga sér stað. Meira »

Þættir um feril Eiðs Smára

Í gær, 13:36 Tökur hófust í vikunni á sjónvarpsþáttaröð um knattspyrnuferil Eiðs Smára Guðjohnsen, fyrrverandi landsliðsfyrirliða. Í þáttunum verða heimsótt flest þau félög sem Eiður hefur leikið með á löngum ferli, til dæmis Chelsea og Barcelona, og rætt við ýmsa fyrrverandi leikmenn. Meira »

Þúsundir hlupu í blíðunni (myndir)

Í gær, 13:08 Meira en fjórtán þúsund manns tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni í miðborg Reykjavíkur í dag.   Meira »

Kanadískur sigur í maraþoni kvenna

Í gær, 12:41 Natasha Yaremczuk frá Kanada sigraði í maraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017.  Meira »

Siðanefnd vísar kæru Spencer frá

Í gær, 13:27 Siðanefnd Blaðamannafélagsins hefur vísað frá kæru Roberts Spencer á hendur fréttastofu Útvarps þar sem kærufrestur var runnin út þegar kæra barst. Spencer kom hingað til að flytja fyrirlestur um íslam. Meira »

Löng biðröð við Mathöllina á Hlemmi

Í gær, 12:48 Fjölmargir biðu með vatnið í munninum eftir að Mathöllin á Hlemmi yrði opnuð í dag. Bragðlaukar þeirra kættust svo gríðarlega er dyrunum var lokið upp og matarlyktina lagði á móti þeim. Meira »

Arnar sigraði í maraþoni karla

Í gær, 12:23 Sigurvegari í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni 2017 er Arnar Pétursson. Tími Arnars er besti tími sem Íslendingur hefur náð í maraþoninu. Meira »
Citroen C4 sjálfskiptur og nýskoðaður
Dökkblár Citroen C4. Sjálfskiptur. Skoðaður maí '17. Verð: 250 þúsund. Ársgömul...
Rotþrær og heitir pottar
Rotþrær og heitir pottar Rotþrær-heildarlausnir með leiðbeiningum um frágang. Ód...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Egat Diva - Snyrti-Nuddbekkur,Rafmagns fyrir Snyrti,Fótaaðgerða,spa....
Egat Diva - Rafmagns snyrti-/nuddbekkur, Vatnshelt áklæði, svartir og beige ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...