„Dómgreind okkar var rétt“

Sven Bergman í þættinum Uppdrag granskning.
Sven Bergman í þættinum Uppdrag granskning. Mynd/Skjáskot

Sænski rannsóknarblaðamaðurinn Sven Bergman sem starfar við þáttinn Uppdrag granskning í sænska ríkissjónvarpinu segist sjaldan nota þá aðferð sem beitt var til að ná viðtalinu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sem var birt í Kastljósi.

Sigmundur taldi að ræða ætti við sig um efnahagsmál en annað kom á daginn. Bergman spurði hann óvænt út í tengsl hans við aflandsfélag á Tortóla og skömmu síðar tók samstarfsmaður Bergman, Jóhannes Kr. Kristjánsson, við af honum sem spyrill.

„Við teljum að þetta hafi verið rétt ákvörðun, annars hefðum við ekki gert þetta. En þetta er umdeild aðferð og við notum hana mjög sjaldan. Sem blaðamaður verður maður að vera auðmjúkur og mér finnst að það eigi að fara fram siðfræðilegar umræður um svona aðferðir,“ segir Bergman í samtali við mbl.is, en þáttur Uppdrag granskning um aðdragandann að uppljóstrunum úr Panamaskjölunum var sýndur í sænska ríkissjónvarpinu í gær.

Hér er hægt að sjá þáttinn í heild sinni. Hann verður sýndur á Rúv í kvöld.

Frétt mbl.is: Eina leiðin

Hart var sótt að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í þættinum.
Hart var sótt að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í þættinum. Mynd/Skjáskot

Mátti ekki hafa áhrif á sönnunargögnin

„Ég og Jóhannes ræddum hvernig við ættum að fá forsætisráðherrann til að tala um þessi mál fyrir framan myndavél. Við ræddum við sænska sjónvarpið og ICIJ (International Consortium of Investigative Journalists). Niðurstaðan var að við töldum litla möguleika á að herra Gunnlaugsson myndi vilja koma í slíkt viðtal ef hann vissi að við myndum spyrja út í áður ókunn tengsl hans við félag á aflandseyju,“ segir Bergman.

„Þetta var mjög viðkvæmt mál og við skildum að afleiðingarnar bæði fyrir hann og ríkisstjórnina yrðu frekar alvarlegar,“ bætir hann við. „En við vildum ekki útiloka hættuna á því að hann eða einhver í kringum hann myndu reyna að hafa áhrif á sönnunargögnin í málinu. Við ræddum þetta líka áður en þessi ákvörðun var tekin, þannig að þetta voru tvær helstu ástæðurnar.“

Hann heldur áfram: „Við veittum forsætisráðherranum gott tækifæri til að svara spurningunum. Þær voru mjög blátt áfram og það hefði átt að vera einfalt fyrir hann að svara þeim."

Mynd/Skjáskot

Allir sammála um aðferðafræðina

Bergman vill ítreka að ákvörðunin um framkvæmd viðtalsins hafi ekki verið tekin á tíu mínútum eða einum degi. Langar viðræður hafi farið fram á milli hans og Jóhannesar, auk þess sem fundað hafi verið með ritstjóra hans hjá sænska ríkisútvarpinu. Einnig var langur fundur haldinn með stjórn ICIJ en innan samtakanna starfa um 190 blaðamenn í yfir 65 löndum.  

„Þeir hjá ICIJ eru mjög passasamir þegar kemur að svona aðferðum og þeir gera þetta mjög sjaldan. Við gerum þetta líka sjaldan en þeir töldu þetta líka vera rétta ákvörðun,“ greinir Bergman frá. „Ég held að það sem gerðist í framhaldinu sannaði að dómgreind okkar var rétt. Núna sjáum við hversu viðkvæmar staðreyndir þetta voru. Þá er ég ekki að tala um eignir eða skattamál herra Gunnlaugssonar heldur er spurningin miklu stærri en það, því hún snýst um traust og hans feril í stjórnmálum.“

Jóhannes Kr. Kristjánsson í þættinum.
Jóhannes Kr. Kristjánsson í þættinum. Mynd/Skjáskot

Jóhannes frábær blaðamaður

Spurður hvernig það sé að starfa með Jóhannesi  Kr. Kristjánssyni segist Bergman dást að honum. „Mér finnst hann vera frábær blaðamaður, ekki af því að hann er vinur minn, heldur gerir hann engar málamiðlanir hvað fréttirnar varðar. Hann framkvæmir hlutina, jafnvel þótt þeir séu áhættusamir eða slæmir fyrir hann.“

Lengri útgáfa af viðtalinu við Sven Bergman verður birt á mbl.is á morgun. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Augljóst að allt fer í bál og brand

15:50 Magnea Marinósdóttir bjó í Jerúsalem frá 2014 þar til í haust. Hún segir viðurkenningu Trumps Bandaríkjaforseta á Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels skipta miklu máli varðandi ástand á svæðinu. Meira »

Þrjár bílveltur vegna hálku

15:37 Þrjár bílveltur urðu í umdæmi lögreglunnar á Sauðárkróki, tvær í gær og ein í dag á milli klukkan eitt og tvö. Engin alvarleg slys urðu á fólki en ung stúlka var flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir bílveltu í Norðurárdal í gær. Meira »

Tekur Sinatra á morgnana

15:00 Hinum 10 ára gamla Bjarna Gabríel Bjarnasyni, finnst fátt skemmtilegra en að fá að skemmta fólki og koma fram. Hann mætti í fyrsta útvarpsviðtalið á ferlinum er hann heimsótti Hvata og Huldu í Magasínið á K100 í gær. Meira »

Hannes klippir stiklu fyrir kvikmynd

14:30 Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Sagafilm fékk Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörð í knattspyrnu, til að klippa nýja kynningarstiklu fyrir kvikmyndina Víti í Vestmannaeyjum sem byggir á samnefndri bók eftir Gunnar Helgason. Meira »

Trump ógnvekjandi ófyrirsjáanlegur

14:10 „Að mörgu leyti stöndum við öll á öndinni. Við höfum verið að horfa á þetta óbærilega ástand áratugum saman og það er ofsalega dramatískt í alþjóðapólitíkinni hvað eitt útspil Bandaríkjaforseta getur breytt heimsmyndinni snöggt.“ Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Meira »

Jólahátíð barnanna í Norræna húsinu

13:18 Jólahátíð barnanna fer fram í Norræna húsinu í dag á milli klukkan 11 og 17. Boðið er upp á fjölda skemmtilegra viðburða fyrir alla fjölskylduna. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Meira »

Stálu tölvubúnaði fyrir tugi milljóna

12:17 Tölvubúnaði að verðmæti um 20 milljónir króna var stolið úr húsnæði að Heiðartröð 554, á Ásbrú í Reykjanesbæ, aðfaranótt 6. desember síðastliðins. Í húsnæðinu var verið að setja upp gagnaver og var búnaðurinn til þess ætlaður. Um er að ræða 600 skjákort, 100 aflgjafa, 100 móðurborð, 100 minniskubba og 100 örgjörva og var þetta allt glænýtt. Meira »

„Þetta verður að nást“

12:28 Innan við sólarhringur er í að verkfall flugvirkja Icelandair hefjist, náist ekki að leysa úr kjaradeilunum í dag. „Þetta er enn þá óleyst og ekkert markvert hefur breyst,“ segir Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins. Meira »

Gert að greiða bensín sem hún stal

11:34 Erlendur ferðamaður á bílaleigubifreið varð uppvís að því í fyrradag að taka eldsneyti í Njarðvík og stinga síðan af án þess að greiða fyrir það. Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um málið og hafði hún skömmu síðar upp á viðkomandi, konu á þrítugsaldri. Meira »

Hleðslustöð opnuð við Jökulsárlón

11:18 Orka náttúrunnar hefur í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð opnað hlöðu fyrir rafbíla við Jökulsárlón. Starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs, þau Steinunn Hödd Harðardóttir og Sigurður Óskar Jónsson voru starfsfólki ON innan handar við að sækja fyrstu hleðsluna í gær. Meira »

Hlé á fundi fjárlaganefndar

11:17 Hlé var gert á fundi nýrrar fjárlaganefndar sem hófst klukkan 8:30 í morgun, en þingfundur hófst klukkan 10:30. Nefndin heldur áfram fundi klukkan 15:30 í dag. Fjárlögin eru eina mál á dagskrá fjárlaganefndar. Meira »

Síbrotamaður handtekinn í vínbúð

11:04 Karlmaður, sem grunaður er um að hafa verið á ferðinni um skeið og hnuplað varningi úr verslunum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum, var í fyrradag handtekinn eftir tilraun til þjófnaðar úr vínbúð. Meira »

Ýmis mál tekin fyrir á þingfundi í dag

10:05 Þingfundur hefst klukkan hálfellefu í dag en meðal þeirra mála sem verða tekin fyrir eru frumvarp dómsmálaráðherra um dvalarleyfi útlendinga vegna iðnnáms, frumvörp umhverfis- og auðlindaráðherra um mannvirki og varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum og frumvörp félags- og jafnréttismálaráðherra varðandi ýmsa þjónustu við fatlað fólk. Meira »

Gul ábending fyrir fjallvegi

09:42 Vegagerðin hefur sent út gula ábendingu fyrir fjallvegi á vestanverðu landinu í dag. Búast má við slyddukrapa eða snjókomu á Hellisheiði, Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, Fróðárheiði, Bröttubrekku, Holtavörðuheiði og Kleifaheiði fram eftir degi. Meira »

Mjög gott skíðafæri í dag

08:49 Opið er í dag á skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði frá klukkan 11 til 16. Veður á svæðinu er mjög gott, suðaustan gola, 7 stiga frost og léttskýjað. Færið er troðinn þurr snjór og því mjög gott til skíðaiðkunar. Tvær ævintýraleiðir eru klára, að kemur fram í tilkynningu. Meira »

Algjör kvennasprengja

09:50 Andið eðlilega, kvikmynd Ísoldar Uggadóttur sem er á leið á Sundance er algjör kvennasprengja þar sem konur eru allt í öllu. Myndin er fyrsta mynd Ísoldar í fullri lengd og í henni fer Kristín Þóra Haraldsdóttir með sitt fyrsta hlutverk í kvikmynd. Meira »

Prentar út jólagjafir

09:10 Jólasveinninn Pottaskefill hefur gefið út að hann ætli að fara óhefðbundnar leiðir í gjafavali í ár. Í stað þess að gefa leikföng eða sælgæti eins og venjan hefur verið, hefur hann ákveðið að gefa Sannar gjafir UNICEF. Meira »

Ók á 180 fram úr lögreglubíl

08:42 Þegar lögreglan á Suðurnesjum var við umferðareftirlit á Reykjanesbraut í vikunni var bifreið ekið á miklum hraða fram úr lögreglubifreiðinni. Ökumaður hennar, sem er á þrítugsaldri, kvaðst hafa verið á 180 km hraða þegar hann ók fram úr þeim, en sá ekki að hann var að aka fram úr lögreglubifreið. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ
Hálsmen úr silfri 6.900 kr., gulli 49.500 kr., (silfur m. demanti 11.500 kr., g...
NP Þjónusta Tek að mér bókanir og umsjá
NP Þjónusta Tek að mér bókanir og umsjá breytinga. Hafið samband í síma 649-6134...
Vefverslun með ljósmyndavörur
Vefverslun ljosmyndari.is Sendum frítt um land allt. Við erum með gott úv...
 
Deiliskipulag
Tilkynningar
Skútustaðahreppur Auglýsing um deilis...
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...
Aðalskipulag breyting
Tilkynningar
Kynning á tillögum um breytingar á a...