„Heimsklassa spilling“

Mótmælendur á Bessastöðum eru ekki margir en nokkur orka virðist …
Mótmælendur á Bessastöðum eru ekki margir en nokkur orka virðist í hópnum. mbl.is/Eggert

Ekki er fjölmennt í hópi mótmælenda á Bessastöðum enn sem komið er. Blaðamaður mbl.is taldi 12 mótmælendur á staðnum en sá þó nokkra í fjarska sem virtust vera á leið til mótmæla. Enn gæti bæst í en samkvæmt þeim Sunnu Björk og Atla Þór er markmiðið að vera „með læti“ þegar Sigmundur Davíð gengur út af ríkisráðsfundi.

Atli var fljótur til svara þegar hann var inntur eftir því hverju hann væri að mótmæla. „Heimsklassa spillingu!“

Sunna og Atli.
Sunna og Atli. mbl.is/Eggert

Þau Sunna og Atli eru vopnuð eldhúsáhöldum: pönnu, sigti, rifjárni og sleifum, sem ætlunin er að nota til að framkalla læti, rétt eins og í búsáhalda byltingunni forðum.

Þau hafa bæði tekið þátt í mótmælum vikunnar og sagðist Atli finna fyrir mikilli sorg í samfélaginu. Atli sagði upplifunina vera nákvæmlega þá sömu og 2008 og að bola þyrfti sama fólkinu frá völdum.

Mótmælendur á leið til Bessastaða.
Mótmælendur á leið til Bessastaða. mbl.is/Eggert



mbl.is/Eggert
mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert