Frakki tekur Bjarna á beinið

Er þetta lýðræði á Íslandi?
Er þetta lýðræði á Íslandi?

Fréttamaður vinsæls, fransks sjónvarpsþáttar sem fjallar um málefni líðandi stundar með gamansömum hætti hefur vakið mikla athygli fyrir beittar spurningar sínar um stöðu ríkisstjórnarinnar.

Fréttamaður Le Petit Journal á Canal+ spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hvort hann teldi í alvöru að mótmælendur myndu samþykkja að hann væri áfram í embætti.

„Er þetta það sem þið kallið lýðræði á Íslandi?“ spurði fréttamaðurinn. „Þau munu ekki hætta að mótmæla þar til þú segir af þér.“

Umfjöllunin um Ísland hefst á mínútu 8:54.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert