Vantrauststillagan felld

Vantrauststillaga á ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar var felld.
Vantrauststillaga á ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar var felld. Eggert Jóhannesson

Vantrauststilllaga stjórnarandstöðunnar var felld á alþingi rétt í þessu. Féllu atkvæði þannig að 38 stjórnarþingmenn felldu fyrri hluta tillögunnar þar sem vantrausti var lýst á ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar.

37 atkvæði stjórnarþingmanna felldu síðari hluta tillögunnar um að þing yrði rofið og gengið til kosninga nú og var Unnur Brá Konráðsdóttir eini stjórnarþingmaðurinn sem studdi þann hluta tillögunnar.

Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði já við þeirri til­lögu stjórn­ar­and­stöðunn­arað rjúfa þing og boða til kosn­inga, eftir að hafa áður sagt nei við vantrauststillögu á ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar. 

Unn­ur Brá gerði grein fyr­ir at­kvæðum sínum: „Ég er sjálf­stæðismaður og ég get ekki annað en bar­ist fyr­ir því að þau grunn­gildi séu við lýði. Ég mun því ekki styðja stjórn­ar­and­stöðuna,“ sagði Unnur Brá er hún sagði nei við vantrauststilllögunni.

Þeir þingmenn stjórnarandstöðunnar sem gerðu grein fyrir sératkvæðu sínu spurðu ítrekað við hvað þingmenn ríkisstjórnarinnar væru hræddir um leið og þeir ítrekuðu að gefa þyrfti út tímasetningu fyrir kosningarnar.

„Fólkið krefst kosninga með réttu,“ sagði Ólína Kerúlf Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar, um leið og hún sagði já við því að þing væri rofið.

„Það er þjóðin sem kallar eftir siðbót,“ sagði Óttar Proppé þingmaður Bjartrar framtíðar um leið og hann sagði já við því að þing væri rofið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert