Prestar vilja ekki helgidagafrið

mbl.is/Eggert

Stjórn Prestafélags Íslands styður lagafrumvarp sem lagt hefur verið fram á Alþingi af Pírötum og Bjartri framtíð um að lög um helgidagafrið falli brott. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.

„Stjórnin tekur undir rök flutningsmanna og telur að þessi lög eigi ekki við í nútíma samfélagi þar sem fólk aðhyllist mismunandi trúarbrögð og lífsskoðanir og vegna stóraukins straums ferðafólks. Prestafélagið telur ekki eðlilegt að fólki sé refsað fyrir ákveðnar skemmtanir á helgidögum kristins fólks,“ segir í umsögn stjórnarinnar um frumvarpið.

Ennfremur vill stjórn Prestafélagsins að orðalagi í lögum um 40 stunda vinnuviku verði breytt þannig að talað verði um helgidaga og frídaga en ekki aðeins helgidaga. 

„Prestafélagið telur að upprunalegt markmið þessara laga hafi hafi fyrst og fremst verið að standa vörð um frítíma fólks en þar sem frítökuréttur og hvíldartími er þegar tryggður í kjarasamningum og lögum um 40 stunda vinnuviku þá sér félagið ekki lengur ástæðu til þess að standa vörð um þessi lög.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert