Sigmundur Davíð í ótímabundið frí

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Hjálmar Bogi Hafliðason.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Hjálmar Bogi Hafliðason. Sigurður Bogi Sævarsson

Hjálmar Bogi Hafliðason hefur tekið sæti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og þingmanns Framsóknarflokksins, á Alþingi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forseta Alþingis á vef þingsins. 

Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, staðfestir í samtali við mbl.is að Sigmundur sé farinn í ótímabundið frí þar sem hann hyggist fara yfir málin og taka frí með fjölskyldunni. Sigmundur hafði áður sagt þegar hann tilkynnti afsögn sína og við lyklaskiptin í forsætisráðuneytinu í síðustu viku að hann ætlaði sér að taka frí með fjölskyldunni.

Hjálmar Bogi mætti á þingflokksfundinn í stað Sigmundar og staðfesti Ásmundur að Sigmundur væri þegar kominn í frí. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert