Þarf tíma til að finna réttan tíma

Það er enginn ágreiningur á milli stjórnarflokkanna um hvenær kosið verði til Alþingis að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar, forsætisráðherra. Líta þurfi til ýmissa þátta varðandi útfærsluna t.a.m. varðandi fjárlög sem lögð verða fram fyrir kosningar og því þurfi tíma til að finna rétta tímann.

mbl.is ræddi við Sigurð Inga eftir umræður á þingi í dag þar sem ný ríkisstjórn var harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki sett fram tímasetningu á væntanlegum kosingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert