Versló enn vinsælastur

Verzlunarskóli Íslands.
Verzlunarskóli Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Forinnritun 10. bekkinga í framhaldsskóla lauk á sunnudaginn. 3.828 nemendur hafa sótt um þau 4.293 pláss sem í boði eru í 30 skólum um allt land og Verslunarskóli Íslands er sem fyrr sá skóli sem flestir velja í svokallað fyrsta val en nemendur velja skóla í 1. og 2. val.

„Ég man ekki eftir því að þetta hafi farið svona hátt síðustu ár, en hlutfallið hefur farið alveg niður í 70-80%,“ segir Kristrún Birgisdóttir, sérfræðingur hjá Menntamálastofnun, um þennan fjölda umsókna.

467 nemendur sækja um þau 336 pláss sem eru í boði í Verslunarskólanum. Næstvinsælasti skólinn er Tækniskólinn sem 281 sækir um og í þriðja sæti er Menntaskólinn við Hamrahlíð með 242 umsækjendur. Næst á eftir koma Menntaskólinn við Sund með 245 umsækjendur og Menntaskólinn í Reykjavík með 239 umsækjendur. Aðrir vinsælir skólar eru Kvennaskólinn, Menntaskólinn á Akureyri og Verkmenntaskólinn á Akureyri. Sex skólar á landinu fá fleiri umsóknir en sem svarar lausum plássum, segir í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert