Verðið til Norðurál og Elkem „barn síns tíma“

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Verð sem Norðurál og Elkem (Járnblendið) á Grundartanga greiða fyrir raforku er „barn síns tíma“ og það er stefna Landsvirkjunar að hækka bæði verð í nýjum samningum og draga úr álverðstengingu. Stefnt er að því að endurnýjaðir samningar við þá sem renna út árið 2019 verði á svipuðu verði og nýir viðskiptavinir fá í dag. Þetta segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í samtali við mbl.is.

Stærstu viðskiptasamningar hér á landi

Um er að ræða einhverja stærstu viðskiptasamninga hér á landi, en það er bæði vegna magns og tímalengdar. Á ársfundi Landsvirkjunar í dag sagði Hörður að núverandi samningar væru hagstæðir fyrir viðskiptavinina enda hafi þeir verið gerðir á allt öðrum tímum en núna væru og þá hefði verið annað umhverfi.

Í samtali við mbl.is sagði Hörður samningaviðræðurnar núna ganga vel og að hann bindi miklar vonir við að fyrirtækin nái saman um það. Sagði hann verðið sem Landsvirkjun væri að bjóða vera samkeppnishæf og að það sæist best á því hver eftirspurnin væri.

„Eftirspurnin er alltaf meiri en framboðið,

Svaraði Hörður meðal annars spurningu úr sal á þann veg að ef það kæmi núna beiðni frá nýjum viðskiptavini upp á kaup á 25 megavöttum, þá gæti fyrirtækið ekki gengið til samninga núna við viðkomandi þrátt fyrir að vilja borga uppsett verð og að verið væri að vinna í tveimur nýjum virkjunum núna. Eftirspurnin væri einfaldlega það mikil og ekkert af þeim verkefnum sem væru í gangi hefðu dottið niður.

Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Hörður Arnarson, ...
Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, á ársfundi félagsins á Hilton hótel í dag. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Sagði Hörður þetta áhugaverða stöðu fyrir fyrirtækið. Eftirspurnin væri mikil, bæði frá stærri aðilum sem og öðrum. Sagði hann meðal annars að eftirspurnin sýndi fram á að ef eitthvað væri að marka markaðslögmálin þá væri fyrirtækið að bjóða of lágt verð. Sagðist hann ekki hræddur um að eftirspurnin myndi dragast saman á komandi tímum. „Það er alveg sama hvað við byggjum, eftirspurnin er alltaf meiri en framboðið,“ sagði Hörður.

Harkan í viðræðunum eðlileg

Aðspurður hvort Landsvirkjun hefði kaupendur að orku ef Elkem eða Norðurál myndu ekki fallast á verðhækkanir segir Hörður slíkt tal ekki eiga við núna. „Allt of snemmt að ræða á þeim forsendum, fullur vilji okkar og mótaðila okkar að ná saman um verð. Höfum ekkert rætt það hvernig yrði brugðist við ef það gerist,“ segir hann. Til samanburðar segir hann að vöxtur fyrirtækisins í fyrra hafi verið 800 gígavattsstundir, en það sé ígildi eins samnings sem um ræðir.

Harkan í viðræðum fyrirtækjanna hefur ratað á síður fjölmiðla undanfarin ár. Hörður gerði þetta að umtalsefni í ræðu sinni á árfundinum og sagði hana eðlilega og að stjórnendur fyrirætkjanna væru aðeins að gæta hagsmuna fyrirtækjanna. „Þessir samningar eru trúlega stærstu viðskiptasamningar sem gerðir eru á Íslandi. Mikið magn og í langan tíma. Eðlilegt að það sé tekist á um það og okkur finnst eðlilegt hvernig viðsemjendur okkar eru að vinna,“ segir Hörður við mbl.is og bætir við að samningaviðræður erlendis fari alveg eins fram og séu oftar en ekki harðari.

mbl.is

Innlent »

Lögmaðurinn handtekinn og gögn haldlögð

12:53 Aðalmeðferð í máli fjög­urra ein­stak­linga, þriggja karl­manna og einn­ar konu, sem ákærð eru fyr­ir pen­ingaþvætti, hélt áfram í Héraðsdómi Reykja­ness í dag. Fyrri hluti aðalmeðferðar fór fram í héraðsdómi á föstudag þar sem allir sakborningar gáfu skýrslu. Meira »

Hraðhleðslustöðvum fjölgar

12:52 Orka náttúrunnar (ON) opnar á næstunni fjórar nýjar hlöður fyrir rafbíla við hringveginn. Verðið á hraðhleðslu verður 39 krónur á mínútuna og munu algeng not af hraðhleðslu kosta fjögur til sex hundruð krónur skiptið. Salan hefst 1. febrúar 2018. Meira »

Lögregla rannsakar gögn úr myndavélum

12:50 Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir að rannsókn málsins þar sem ungur piltur, Klevis Sula, var stunginn til bana á Austurvelli miði ágætlega. Íslendingur á þrítugsaldri stakk Sula og félaga hans aðfaranótt sunnudags fyrir viku en hinn aðilinn hlaut ekki alvarlega áverka. Meira »

Helga ráðin yfirritstjóri Birtíngs

12:49 Sjónvarpskonan Helga Arnardóttir hefur verið ráðin yfirritstjóri útgáfufélagsins Birtíngs, sem gefur út fríblaðið Mannlíf og tímaritin Gestgjafann, Hús og híbýli og Vikuna. Meira »

Taka að sér nefndaformennsku

12:11 Stjórnarandstaðan hefur ákveðið að taka að sér formennsku í þeim þremur fastanefndum Alþingis sem ríkisstjórnin bauð fram, það er í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins, velferðarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd. Meira »

Bifreið brann í Kömbunum

12:00 Eldur kviknaði í bifreið í Kömbunum á tíunda tímanum í morgun. Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu í Hveragerði fóru á vettvang og slökktu eldinn. Ökumaður var einn í bifreiðinni þegar að eldurinn kom upp og varð honum ekki meint af. Meira »

Málsskjöl til Hæstaréttar í vikunni

10:10 Davíð Þór Björgvinsson, fulltrúi ákæruvaldsins í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins og settur ríkissaksóknari, reiknar með því að skila ágripi sínu um málið til Hæstaréttar Íslands í þessari viku. Meira »

Fljúga yfir sigkatli Öræfajökuls

11:44 Flogið verður yfir Öræfajökul í dag til að mæla yfirborð hans og skoða sigketilinn betur. Að sögn Einars Hjörleifssonar, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, er flugvélin farin á loft og um borð er maður á vegum stofnunarinnar með myndavél. „Það virðast vera ágætis skilyrði yfir jöklinum.“ Meira »

Þingið sett á fimmtudaginn

10:01 Alþingi verður sett á fimmtudaginn og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðþjónustu í Dómkirkjunni. Fjárlagafrumvarpinu verður útbýtt síðar um daginn og um kvöldið flytur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnuræðu ríkisstjórnar sinnar. Meira »

Byggðaráð fagnar frumkvæði kvenna

08:35 Byggðarráð Borgarbyggðar lýsir yfir ánægju með það frumkvæði sem konur í stjórnmálum hafa tekið undir merkjum „Í skugga valdsins“. Leggur ráðið til að stefna og viðbragðsáætlun sveitarfélagsins verði endurskoðuð í kjölfarið. Meira »

Veður með allra órólegasta móti

06:58 Hörkufrost var í nótt á Suður- og Vesturlandi enda léttskýjað en síðdegis er útlit fyrir vaxandi suðaustanátt og það þykknar upp. Veður verður með allra órólegasta móti í Evrópu í dag að sögn veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Vatnsleki í Breiðholtsskóla

06:51 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í nótt vegna vatnsleka í Breiðholtsskóla.   Meira »

Ferðalagið breyttist snögglega

06:45 Ferðalag slóvakískrar konu og vinkonu hennar um Ísland breyttist snögglega er þær lentu í hörðum árekstri við snjóruðningstæki í grennd við Vík í Mýrdal 16. nóvember síðastliðinn. Önnur þeirra liggur enn á Landspítalanum í Fossvogi, en heldur heim á leið í vikunni. Meira »

Andlát: Axel Gíslason forstjóri

05:30 Axel Gíslason, fyrrverandi, forstjóri Vátryggingafélags Íslands – VÍS, lést síðastliðinn laugardag á hjúkrunarheimilinu Ísafold. Hann var 72 ára að aldri. Meira »

Engin merki sjást um eldgos

05:30 Eldfjallafræðingur segir engin merki um eldgos í Skjaldbreið þótt þar gangi nú jarðskjálftahrina yfir. Meira þurfi til að koma til að menn fari að búa sig undir slíkt. Meira »

Andlát: Jón Hjaltason

05:30 Jón Hjaltason, hæstaréttarlögmaður í Vestmannaeyjum, lést í Sóltúni í Reykjavík 8. desember síðastliðinn, 93 ára að aldri.  Meira »

Aukinn hegðunarvandi í skólum

05:30 Starfsumhverfi kennara er í mörgum grunnskólum talið ófullnægjandi. Þetta er ein niðurstaða samantektar samstarfsnefndar sveitarfélaga og grunnskólakennara sem kannaði starfsumhverfi kennara og vinnumat í skólum. Meira »

Áhyggjur í Grafarvogi af innbrotum

05:30 „Þetta var mjög vel heppnaður og góður fundur. Það var gott að eiga samtal við fulltrúa frá lögreglunni í nærumhverfi,“ segir Árni Guðmundsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, um fund sem félagið stóð fyrir á laugardag. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Óléttubekkur aðeins 70.000 beige eða cinnamon á litinn
Egat Era Óléttubekkur www.egat.is sími 8626194 Verð:70.000 vatns og olíuheldur...
 
Leiðsögumaður
Ferðaþjónusta
Leiðsögumaður óskast Glacier Adventure...
L helgafell 6017120619 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017120619 IV/V Mynd af ...
Matsveinn
Sjávarútvegur
Matsveinn Vísir hf óskar eftir...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...