Sektir bíða kirkjugesta

Samkvæmt skiltum sunnan kirkjunnar er bannað að leggja þar og …
Samkvæmt skiltum sunnan kirkjunnar er bannað að leggja þar og mörg dæmi um að sektir bíði kirkjugesta að athöfn lokinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er búið að vera viðvarandi vandamál í langan tíma. Bílastæðamál eru orðin fastur liður á fundum nefndarinnar. Það eru nokkur ár síðan byrjað var að sekta á messutíma. Þetta gefur verið mjög óþægilegt fyrir fólk.“

Þetta segir Marinó Þorsteinsson, formaður sóknarnefndar Dómkirkjunnar, en nokkur dæmi eru þess að kirkjugestir sem lagt hafa bílum sínum næst kirkjunni, undir suðurvegg hennar, hafi verið sektaðir af lögreglu og stöðumælavörðum.

Þannig biðu 10 þúsund króna sektir nokkurra kirkjugesta sem sóttu messu árla morguns síðasta páskadag. Þá er dæmi þess að brúðarbíll hafi verið sektaður fyrir framan kirkjuna, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Sóknarnefndin hefur rætt þessi mál við lögregluyfirvöld og mætt þar skilningi á aðstæðum hjá yfirmönnum. Marinó segir sveigjanleikann þó ekki alltaf til staðar, eins og þegar laganna verðir tóku upp sektarmiða að morgni páskadags, annað árið í röð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert