Lundastofninn minnkar enn

Lundastofninn þolir ekki veiðar.
Lundastofninn þolir ekki veiðar. Ljósmynd/Markús Örn Antonsson

„Þetta lítur hreint út sagt skelfilega út. Lundastofninn er hruninn og hefur minnkað um 60% á 13 árum. Mest er minnkunin á Suður- og Vesturlandi. Veiðar á lunda eru ekki sjálfbærar á öllu landinu og engin spurning um stöðvun á veiðum. Það er í raun og veru alþjóðlegt hneyksli hvað er í gangi hér.“

Þetta segir Erpur Snær Hansen, líffræðingur á Náttúrustofu Suðurlands, og vísar til lundaveiða sem enn eru stundaðar hér á landi. Reiknuð hefur verið út sjálfbærni veiðitegunda og í fyrsta skipti er slíkt mat lagt til grundvallar veiðistjórnuninni, að því er fram kemur í umfjöllun um ástand lundastofnins í Morgunblaðinu í dag.

. „Við viljum uppbyggilegar umræður um þetta og leggjum til að allar veiðar á fuglum verði stundaðar á vísindalegum grunni á sambærilegan hátt og Hafrannsóknastofnun gerir með fiskveiðarnar. Þar er metið hvert veiðiþolið er og ef það er ekkert þá er veiðum hætt og ef stofninn þolir það, er spurning um að stjórna sókninni þannig að ekki verði farið of geyst.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert