Á vergangi í Hafnarfirði

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Skömmu fyrir miðnætti barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um konu á gangi í Hafnarfirði sem væri mjög ölvuð. Sá sem tilkynnti um ástand konunnar sagði að hún væri með tvær ferðatöskur.

Í ljós kom að konan átti ekki í nein hús að venda. Hún fékk að gista í fangageymslu þar til ástand hennar lagast. 

Í frétt Morgunblaðsins fyrir skömmu kom fram að neyð ríkti meðal útigangsfólks í Reykjavík, m.a. vegna þess að dagsetri fyrir heimilislausa, sem var úti á Granda, hefði verið lokað. 

Frétt mbl.is: Neyð meðal útigangsfólks

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert