Kim skoðaði Gullfoss

Kim Kardashian tekur Snapchat við Gullfoss í dag.
Kim Kardashian tekur Snapchat við Gullfoss í dag. Skjáskot/Snapchat

Kim Kardashian fór víða í dag á ferð sinni um Ísland. Hún heimsótti Friðheima í Reykholti í Biskupstungum og skoðaði tómataplöntur og býflugur. Svo fór hún auðvitað að Gullfossi. „Þetta er yndislegt,“ sagði hún m.a. þegar hún horfði á fossinn.

Þetta er meðal þess sem hún sýnir aðdáendum sínum á Snapchat og á Instagram.

Kim virðist kunna vel við allt sem búið er til úr tómötum og hunangi í Friðheimum. „Tómatabúgarður... tómatar, tómatadjús, tómatasúpa, við fáum hungang úr býflugunum, sjáið basilíkuna,“ má m.a. heyra Kim Kardashian segja á myndbandi úr Friðheimum.

Kim kom hingað til lands í dag ásamt eiginmanninum Kanye West og systur sinni Kourtney.

Í frétt USmagazine segir að þau séu m.a. að afla efnis fyrir raunveruleikaþáttinn Keeping Up with the Kardashians og West að taka upp myndband.

Á heimasíðu Friðheima segir m.a.: „Í Friðheimum eru ræktaðir tómatar allan ársins hring í raflýstum gróðurhúsum, þrátt fyrir langan og dimman vetur. Fjölskyldan tekur líka á móti gestum, sýnir þeim hvernig tómataræktunin gengur fyrir sig – og gefur þeim að smakka á afurðunum. Nú geta gestirnir líka tekið með sér heim matarminjagripi úr tómötum og gúrkum. Í Friðheimum er einnig stunduð hrossarækt og ferðamönnum boðið upp á hestasýningu á fjórtán tungumálum.“

Hér að neðan má sjá samansafn af myndskeiðum og myndum sem Kim deildi í dag.

Kanye West og Kim Kardashian á Íslandi.
Kanye West og Kim Kardashian á Íslandi. Skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert