Andri Snær heldur ótrauður áfram

Andri Snær Magnason
Andri Snær Magnason mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það hefur ekkert breyst hjá mér, ég hugsaði mig mjög vel um mánuðum saman og var kominn með ákveðna sýn sem mig langaði að leggja fram og standa mig og leggja fyrir kjósendur. Þetta hleypir ákveðnu lífi í næstu tvo mánuði,“ segir Andri Snær Magnason, rithöfundur og forsetaframbjóðandi, í samtali við mbl.is, aðspurður um hvort yfirlýsing Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, muni haf áhrif á framboð hans.

Lýðræði, nátt­úra og menn­ing eru þær þrjár stoðir sem for­seti Íslands þarf að gæta að. Þetta sagði Andri Snær þegar hann til­kynnti um fram­boð sitt til for­seta Íslands fyr­ir full­um sal stuðnings­manna í Þjóðleik­hús­inu 11. apríl sl. 

„Þetta gerir valið um kynslóðaskiptin áhugaverðari og skýrari og umboðið skýrara líka. Þannig að ég held að þetta sé jákvætt og þegar ég bauð mig fram bjóst ég við allskonar óvæntum uppákomum. Ég held að enginn geti skipulagt næstu tvo mánuði út frá einni breytu til eða frá,“ segir Andri Snær.

Frétt mbl.is: Skipti sér ekki af daglegri pólitík 

Frétt mbl.is: Forseti geti leitt saman ólíka hópa

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert