Flugvallardómnum áfrýjað

Reykjavíkurflugvöllur.
Reykjavíkurflugvöllur. mbl.is/Árni Sæberg

Dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, um að ríkinu sé skylt að loka norðaust­ur/​suðvest­ur flug­braut­inni á Reykja­vík­ur­flug­velli, hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar af innanríkisráðuneytinu. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Haft var eftir Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra Reykjavíkur, að hann vonaðist til þess að niðurstaða Hæstaréttar lægi fyrir sem fyrst.

Vísað var í dómi héraðsdóms í yf­ir­lýs­ingu Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ur, þáver­andi inn­an­rík­is­ráðherra, og Jóns Gn­arr, þáver­andi borg­ar­stjóra Reykja­vík­ur, um lok­un braut­ar­inn­ar. Seg­ir í dómn­um að þó ráðherra sé óheim­ilt að láta af hendi landsvæði í eigu rík­is­ins, eins og það sem Reykja­vík­ur­flug­völl­ur er á og að Alþingi hafi al­menn­ar heim­ild­ir til að gefa ráðherra fyr­ir­mæli um mál­efni flug­vall­ar­ins, þá hafi ráðherra verið til þess bær að taka ákvörðun um breyt­ingu vall­ar­ins sam­an­ber yf­ir­lýs­ing­una.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert