Fer fram í sjötta sinn

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á Bessastöðum í gær.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á Bessastöðum í gær. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, boðaði á blaðamannafundi í gær að hann hygðist sækjast aftur eftir endurkjöri til embættis forseta Íslands, en aðeins eru tæpir fjórir mánuðir síðan hann tilkynnti hið gagnstæða í áramótaávarpi sínu til þjóðarinnar á nýársdag.

„Í umróti óvissu og mótmæla og í kjölfar nýliðinna atburða hefur fjöldi fólks víða að úr þjóðfélaginu á undanförnum vikum höfðað til skyldu minnar, reynslu og ábyrgðar og beðið mig að endurskoða ákvörðunina, sem ég tilkynnti í nýársávarpinu, hvatt til þess að ég gefi á ný kost á mér til embættis forseta Íslands, standi áfram vaktina með fólkinu í landinu,“ sagði Ólafur um ástæður að baki ákvörðun sinni í yfirlýsingu í gær.

Viðbrögð þeirra forsetaframbjóðenda sem hafa gefið kost á sér til embættis forseta Íslands voru mismunandi. Sumir efldust við tíðindin en tveir frambjóðendur, þeir Vigfús Bjarni Albertsson og Guðmundur Franklín Jónsson, heltust úr lestinni.

„Annars vegar eru verulegar óskir um að hann haldi áfram en svo eru margir orðnir afskaplega þreyttir á honum,“ segir Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur í samtali við Morgunblaðið í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert