Reyna að hafa laun af starfsmönnum

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Dæmi eru um að starfsmannaleigur reyni að komast hjá greiðslu lágmarkslauna með því að hafa hluta launa af starfsmönnum í gegnum húsnæðis- og fæðiskostnað. Þetta segir Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík.

Segir hann dæmi um „kröfur af hálfu starfsmannaleiga að þær haldi sjálfar utan um húsnæði og fæði fyrir starfsmennina þar sem það sé leið til að ná til baka hluta af launakostnaði. Sem betur fer hefur slíkum hugmyndum verið tekið fálega í þeim dæmum sem ég hef upplýsingar um“. Segir hann að þetta sé afleiðing af auknu eftirliti í byggingariðnaði.

Í samtali við Morgunblaðið í dag bendir Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa, einnig á að fyrir Alþingi liggi nú breytingatillaga á lögum um opinber innkaup sem geri ríkinu betur kleift en áður að fylgjast með þeim aðilum sem hreppa verkefni í útboðum á vegum þess.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert