Krían er komin

Fyrstu kríurnar sáust á landinu í gær, síðastas vetrardag.
Fyrstu kríurnar sáust á landinu í gær, síðastas vetrardag. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fyrsta kría vorsins sást í Óslandi í Hornafirði í gær, síðasta vetrardag. Þórir Snorrason sá kríuna og heyrði í henni um ellefuleytið í gærmorgun, að því er fram kom á Facebook-síðu Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands. Á síðunni segir að nú sé sumarið innan seilingar enda séu fyrstu fuglarnir byrjaðir að verpa.

Yann Kolbeinsson líffræðingur hefur skráð komur farfugla allt frá árinu 1998. Á tímabilinu frá 1998 til 2013 kom krían að meðaltali hinn 22. apríl.

Yann heldur úti Facebook-síðunni Birding Iceland, sem fjallar um fugla á Íslandi. Þar segir að krían sé ef til vill nákvæmust íslenskra farfugla þegar kemur að komudegi til landsins. Krían komi yfirleitt rétt fyrir sumardaginn fyrsta.

Fyrsti spói vorsins sást á þriðjudag, 19. apríl. Á mánudag sást fyrsti steindepillinn og fyrsta skeiðönd vorsins sást síðastliðinn laugardag, 16. apríl, að því er fram kemur á vefsíðu Yanns um komu farfuglanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert