Óvíst með áfengisfrumvarp

„Við verðum bara að sjá hvernig þingstörfin þróast. Þetta er ekki forgangsmál heldur hugsjónamál,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Morgunblaðið í dag og vísar í máli sínu til hins svokallaða áfengisfrumvarps, sem felur í sér að heimilt verður að selja áfengi í verslunum.

Ríkisstjórnin hefur boðað alþingiskosningar í haust, sem styttir þar með kjörtímabilið um eitt löggjafarþing. Þarf því að líkindum að forgangsraða málum þannig að mikilvægustu stjórnarfrumvörp hljóti þinglega meðferð fyrir komandi kosningar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert