Hótaði að beita skotvopnum

Lögreglan á Suðurnesjum var kölluð út í morgun vegna manns …
Lögreglan á Suðurnesjum var kölluð út í morgun vegna manns sem hótaði að beita skotvopnum. Mynd úr safni

Lögreglan á Suðurnesjum var kölluð úr laust fyrir klukkan átta í morgun vegna manns sem hótaði að beita skotvopnum gegn öðrum manni. 

Tvær lögreglubifreiðar með sex lögreglumönnum frá lögreglunni á Suðurnesjum, auk meðlima úr sérsveit ríkislögreglustjóra fóru að heimili mannsins að Ásbrú þar sem samningamaður lögreglunnar ræddi við hann. 

Maðurinn kom úr sjálfviljugur og við leit á heimili hans fundust engin skotvopn og var maðurinn einn í íbúðinni. 

Að sögn sjónvarvotta var viðbúnaður lögreglu mikill sem var búin skotheldum vestum og hjálmum. 

Maðurinn verður yfirheyrður seinna í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert